fbpx
Sunnudagur 21.desember 2025
Pressan

Leita tveggja barna sem hurfu 2018 – Fundu lík í steypuklumpi

Pressan
Mánudaginn 5. febrúar 2024 06:30

Jesus og Yesenia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Pueblo í Colorado í Bandaríkjunum hefur að undanförnu leitað að systkinunum Jesus Dominguez og Yesenia Dominguez en þeirra hefur verið saknað síðan 2018. Þau sáu síðast sumarið 2018 en þá voru þau fimm og þriggja ára.

Þann 10. janúar síðastliðinn fann lögreglan lík í steypuklumpi sem var geymdur í geymsluhúsnæði. Geymslurými eru leigð út í húsnæði og fundust líkamsleifarnar í kjölfar þess að verið var að hreinsa út úr einu geymslurýminu.

Samkvæmt frétt Sky News þá sagði Franlyn Ortega, talsmaður lögreglunnar, að líkamsleifarnar hafi verið í málmgámi sem var fullur af steypu.

Hann sagði að ekkert hafi sést til systkinanna og að engar vísbendingar séu um hvar þau geta verið. Jesus er 10 ára ef hann er á lífi og Yesenia 9 ára.

Lögreglan hefur rætt við foreldra þeirra en þau tilkynntu ekki sjálf um hvarf barnanna.

Ekki liggur fyrir hvort líkamsleifarnar í steypunni eru af öðru hvoru barninu eða þeim báðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hlógu þegar þeir óku viljandi aftan á reiðhjólamann – Dæmdir í vikunni og hlógu ekki þá

Hlógu þegar þeir óku viljandi aftan á reiðhjólamann – Dæmdir í vikunni og hlógu ekki þá
Pressan
Fyrir 2 dögum

25 ár frá dauða Kirsty MacColl: Fyrrverandi eiginmaður sakar milljarðamæring um yfirhylmingu

25 ár frá dauða Kirsty MacColl: Fyrrverandi eiginmaður sakar milljarðamæring um yfirhylmingu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Opnar sig og sýnir ör eftir brjóstnám – „Ég deili þessum örum með mörgum konum sem ég elska“

Opnar sig og sýnir ör eftir brjóstnám – „Ég deili þessum örum með mörgum konum sem ég elska“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Birta dramatískar myndir af því þegar sonur leikstjórans var handtekinn

Birta dramatískar myndir af því þegar sonur leikstjórans var handtekinn
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ótrúlegt myndband af hetjunni í Sydney – „Hann er hetja, 100% hetja“

Ótrúlegt myndband af hetjunni í Sydney – „Hann er hetja, 100% hetja“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis