fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Pressan

Sagði fólki að borða morgunkorn á kvöldin til að spara – Sjálfur með 700 milljónir á ári

Pressan
Þriðjudaginn 27. febrúar 2024 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gary Pilnick, forstjóri Kellogg‘s, hefur verið gagnrýndur talsvert eftir að hann hvatti fólk til að borða bara morgunkorn oftar til að spara pening í skugga hækkandi verðlags víða.

Pilnic lét þessi orð falla í viðtali við CNBC í síðustu viku þar sem meðal annars var komið inn á hækkandi matvælaverð sem íbúar í flestum heimshlutum hafa fundið fyrir undanfarin misseri.

Pilnick sagði að morgunkorn væri sá flokkur matvæla sem er hvað viðráðanlegastur í verði og það hafi hann verið lengi. „Fyrir neytendur sem eru í þröngri stöðu er það [morgunkornið] álitlegur kostur,“ sagði hann.

Þegar hann var spurður hvort hann væri að mæla með því að fólk myndi til dæmis skipta út heitum kvöldmat fyrir morgunkorn svaraði hann játandi.

„Morgunkorn í kvöldmat er eitthvað sem er vinsælt í dag,“ sagði hann og bætti við að skál með morgunkorni og mjólk og ferskir ávextir með kostaði innan við einn dollara. „Við búumst við því að þetta haldi áfram þar sem neytendur eru undir talsverðri pressu.“

Pilnick, sem er með um 5 milljónir dollara, 700 milljónir króna, í árslaun hefur verið gagnrýndur talsvert fyrir þetta og þá hefur gagnrýnin líka snúið að stöðu mála hjá efnaminni fjölskyldum.

„Við lifum í samfélagi þar sem fjölskyldur eru hvattar til að velja morgunkorn í kvöldmat til að spara peninga. Sorglegt,“ sagði til dæmis einn.

Kellogg‘s, sem framleiðir meðal annars Corn Flakes, Froot Loops, Frosted Mini Wheats og Raisin Bran ásamt öðru morgunkorni, hefur markvisst reynt að auka sýnileika morgunkornsins á matseðlum Bandaríkjamanna.

Árið 2022 hóf fyrirtækið auglýsingaherferð þar sem neytendur voru hvattir til að gefa „kjúklingnum frí í kvöld“ og fá sér í staðinn gómsætt morgunkorn sem oftar en ekki er næringarsnautt og fullt af sykri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Mbappe yfirgefur hópinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Andrew fyrrum Bretaprins fékk vændiskonur í Buckinghamhöll – Og mamma hans hylmdi yfir það

Andrew fyrrum Bretaprins fékk vændiskonur í Buckinghamhöll – Og mamma hans hylmdi yfir það
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Systir mín er ómerkileg og gefur börnunum mínum hræðilegar gjafir“

„Systir mín er ómerkileg og gefur börnunum mínum hræðilegar gjafir“