fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Pressan

Sagði fólki að borða morgunkorn á kvöldin til að spara – Sjálfur með 700 milljónir á ári

Pressan
Þriðjudaginn 27. febrúar 2024 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gary Pilnick, forstjóri Kellogg‘s, hefur verið gagnrýndur talsvert eftir að hann hvatti fólk til að borða bara morgunkorn oftar til að spara pening í skugga hækkandi verðlags víða.

Pilnic lét þessi orð falla í viðtali við CNBC í síðustu viku þar sem meðal annars var komið inn á hækkandi matvælaverð sem íbúar í flestum heimshlutum hafa fundið fyrir undanfarin misseri.

Pilnick sagði að morgunkorn væri sá flokkur matvæla sem er hvað viðráðanlegastur í verði og það hafi hann verið lengi. „Fyrir neytendur sem eru í þröngri stöðu er það [morgunkornið] álitlegur kostur,“ sagði hann.

Þegar hann var spurður hvort hann væri að mæla með því að fólk myndi til dæmis skipta út heitum kvöldmat fyrir morgunkorn svaraði hann játandi.

„Morgunkorn í kvöldmat er eitthvað sem er vinsælt í dag,“ sagði hann og bætti við að skál með morgunkorni og mjólk og ferskir ávextir með kostaði innan við einn dollara. „Við búumst við því að þetta haldi áfram þar sem neytendur eru undir talsverðri pressu.“

Pilnick, sem er með um 5 milljónir dollara, 700 milljónir króna, í árslaun hefur verið gagnrýndur talsvert fyrir þetta og þá hefur gagnrýnin líka snúið að stöðu mála hjá efnaminni fjölskyldum.

„Við lifum í samfélagi þar sem fjölskyldur eru hvattar til að velja morgunkorn í kvöldmat til að spara peninga. Sorglegt,“ sagði til dæmis einn.

Kellogg‘s, sem framleiðir meðal annars Corn Flakes, Froot Loops, Frosted Mini Wheats og Raisin Bran ásamt öðru morgunkorni, hefur markvisst reynt að auka sýnileika morgunkornsins á matseðlum Bandaríkjamanna.

Árið 2022 hóf fyrirtækið auglýsingaherferð þar sem neytendur voru hvattir til að gefa „kjúklingnum frí í kvöld“ og fá sér í staðinn gómsætt morgunkorn sem oftar en ekki er næringarsnautt og fullt af sykri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Facebook-nauðgarinn“ laut í lægra haldi fyrir Netflix

„Facebook-nauðgarinn“ laut í lægra haldi fyrir Netflix
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skelfilegri Facebook-síðu loksins lokað

Skelfilegri Facebook-síðu loksins lokað
Pressan
Fyrir 4 dögum

Harmleikurinn í Lissabon: Skipti um sæti við eiginmanninn rétt fyrir slysið

Harmleikurinn í Lissabon: Skipti um sæti við eiginmanninn rétt fyrir slysið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fékk áfall þegar hún sá myndbandið í tölvu kærastans – „Þessi hræðilegi maður eyðilagði allt“

Fékk áfall þegar hún sá myndbandið í tölvu kærastans – „Þessi hræðilegi maður eyðilagði allt“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segja spennu ríkja milli Trump og RFK og að forsetinn sé milli steins og sleggju

Segja spennu ríkja milli Trump og RFK og að forsetinn sé milli steins og sleggju