fbpx
Föstudagur 12.desember 2025
Pressan

„Dirty Harry“ handtekinn vegna smygls og andláts 4 manna fjölskyldu

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 27. febrúar 2024 21:00

Vegaskilti rétt utan við Emerson Manitoba. Lík fjölskyldunnar fundust stutt frá.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveimur árum eftir að fjölskylda fraus til bana þegar hún reyndi að komast inn í Bandaríkin frá Kanada hefur karlmaður verið handtekinn og ákærður vegna andláts þeirra.

Harshkumar Ramanlal Patel, sem er 28 ára gamall og þekktur undir gælunafninu „Dirty Harry“ samkvæmt yfirvöldum, var handtekinn síðastliðinn miðvikudag í Chicago og ákærður fyrir smyglglæpi, samkvæmt Associated Press, CBC og CBS News.

Patel er sagður hafa ráðið bílstjóra til að fara í nokkrar smyglferðir yfir landamæri Bandaríkjanna og Kanada á milli desember 2021 og janúar 2022, en ein þeirra endaði með skelfilegum afleiðingum.

Patel er sakaður um að hafa ráðið Steve Shand til að keyra nokkra hópa farandfólks yfir landamærin. Er Patel talinn hafa greitt Shand samtals 25.000 dali fyrir að fara í nokkrar smyglferðir á tveggja mánaða tímabili. Shand hefur lýst sig saklausan af ákærum um smygl, en réttarhöld yfir honum eru áætluð 25. mars.

Shand var handtekinn 19. janúar 2022 eftir að lögregla stöðvaði hann á hvítum 15 manna sendibíl hans þegar hann var að reyna að smygla tveimur indverskum ríkisborgurum yfir landamærin. Samkvæmt CBS kom lögreglan auga á fimm aðra einstaklinga ganga í gegnum snjóinn í nágrenninu. Lögreglan stöðvaði hópinn og fann hluti sem tilheyrðu barni í bakpoka eins mannanna. Hópurinn sagði lögreglunni að aðrir einstaklingar hefðu verið í för með þeim en hóparnir orðið viðskila nóttinni áður.

Fjögurra manna fjölskylda, Jagdish Patel, 39 ára, Vaishaliben Patel, 37 ára, og börn þeirra,Vihangi 11 ára og Dharmik þriggja ára, fannst síðar frosin til dauða á nærliggjandi svæði, aðeins 10 km frá landamærum Bandaríkjanna og Kanada. 

Patel fjölskyldan

Við rannsókn málsins komu í ljós WhatsApp skilaboð milli Patel og Shand sem sýna þá eiga í samskiptum um smygl á fólki yfir landamærin, þar á meðal skilaboð þar sem Patel er sagður vara Shand við: „Gakktu úr skugga um að allir séu klæddir fyrir snjókomu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Ísland upp um eitt sæti
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hélt hún væri að fara að hitta draumaprinsinn en í staðinn beið hennar kunnuglegt andlit og grunn gröf

Hélt hún væri að fara að hitta draumaprinsinn en í staðinn beið hennar kunnuglegt andlit og grunn gröf
Pressan
Fyrir 2 dögum

19 ára drengur grunaður um að hafa reynt að ræna þremur börnum

19 ára drengur grunaður um að hafa reynt að ræna þremur börnum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Upprættu satanískan barnaníðshring – „Þetta efni var sérstaklega skelfilegt“

Upprættu satanískan barnaníðshring – „Þetta efni var sérstaklega skelfilegt“
Pressan
Fyrir 6 dögum

29 ára ballerína slær frægum milljarðamæringum við – Hætti að dansa og tók mikla áhættu

29 ára ballerína slær frægum milljarðamæringum við – Hætti að dansa og tók mikla áhættu