fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Pressan

„Elsti hundur“ heims sviptur titlinum

Pressan
Mánudaginn 26. febrúar 2024 06:30

Bobi þegar hann var sæmdur titlinum elsti hundur heims. Mynd:Heimsmetabók Guiness

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í október drapst hundurinn Bobi. Hann var 31 árs og 165 daga þegar hann drapst. Hundar af hans tegund lifa venjulega í 12 til 14 ár.

Sky News segir að Bobi, sem átti heima í Portúgal, hafi að sögn verið 30 ára og 268 daga þegar hann fékk titilinn heimsins elsti hundur hjá Heimsmetabók Guinness en það var í febrúar á síðasta ári.

Heimsmetabókin hóf rannsókn í janúar á aldri Bobi eftir að efasemdir höfðu komið fram um aldur hans. Fæðing hans er þó að sögn skráð í í opinbera skrá portúgalskra yfirvalda yfir gæludýr og hjá landssamtökum dýralækna.

Bobi var hreinræktaður Rafeiro do Alentejo en þetta eru fjárhundar sem verða að meðaltali 12 til 14 ára gamlir.

Þegar Bobi var krýndur heimsins elsti hundur sló hann met ástralsks nautgripahunds sem drapst árið 1939. Hann var þá 29 ára og 5 mánaða.

Fulltrúar Heimsmetabókarinnar segja nú að þeir hafi engar afgerandi sannanir fyrir aldri Bobi. Mark McKinley, forstjóri metaskráningar Heimsmetabókarinnar, sagði í yfirlýsingu að örflögugögn frá hinni opinberu portúgölsku gæludýraskrá hafi verið helsta sönnunin um aldur Bobi. Nú hafi komið í ljós að ekki þurfti að færa sönnur á aldur hunda sem fæddust fyrir 2008.

Bobi bjó alla ævi hjá Leonel Costa og fjölskyldu hans í afskekktu þorpi, Conqueiros, í Portúgal.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Allt fór á hliðina þegar X byrjaði að sýna staðsetningu notenda – Er bandarísk stjórnmálaumræða uppfull af erlendum nettröllum?

Allt fór á hliðina þegar X byrjaði að sýna staðsetningu notenda – Er bandarísk stjórnmálaumræða uppfull af erlendum nettröllum?
Pressan
Í gær

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Héldu að faðir þeirra hefði yfirgefið þau – Uppgötvun í kjallaranum sneri öllu á hvolf

Héldu að faðir þeirra hefði yfirgefið þau – Uppgötvun í kjallaranum sneri öllu á hvolf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skilnaður tók á sig ótrúlega mynd – Ásakanir um glæp í himingeimnum

Skilnaður tók á sig ótrúlega mynd – Ásakanir um glæp í himingeimnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hataðasta par Bandaríkjanna: Skelltu sér í frí til Mexíkó yfir jólin en skildu ungar dætur sínar eftir einar heima

Hataðasta par Bandaríkjanna: Skelltu sér í frí til Mexíkó yfir jólin en skildu ungar dætur sínar eftir einar heima
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kýs að deyja á eigin forsendum 25 ára – Hefur barist við sjaldgæfan sjúkdóm alla ævi

Kýs að deyja á eigin forsendum 25 ára – Hefur barist við sjaldgæfan sjúkdóm alla ævi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Viðurstyggð: Par sakfellt fyrir að afhöfða tvö af börnum sínum

Viðurstyggð: Par sakfellt fyrir að afhöfða tvö af börnum sínum