fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
Pressan

„Elsti hundur“ heims sviptur titlinum

Pressan
Mánudaginn 26. febrúar 2024 06:30

Bobi þegar hann var sæmdur titlinum elsti hundur heims. Mynd:Heimsmetabók Guiness

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í október drapst hundurinn Bobi. Hann var 31 árs og 165 daga þegar hann drapst. Hundar af hans tegund lifa venjulega í 12 til 14 ár.

Sky News segir að Bobi, sem átti heima í Portúgal, hafi að sögn verið 30 ára og 268 daga þegar hann fékk titilinn heimsins elsti hundur hjá Heimsmetabók Guinness en það var í febrúar á síðasta ári.

Heimsmetabókin hóf rannsókn í janúar á aldri Bobi eftir að efasemdir höfðu komið fram um aldur hans. Fæðing hans er þó að sögn skráð í í opinbera skrá portúgalskra yfirvalda yfir gæludýr og hjá landssamtökum dýralækna.

Bobi var hreinræktaður Rafeiro do Alentejo en þetta eru fjárhundar sem verða að meðaltali 12 til 14 ára gamlir.

Þegar Bobi var krýndur heimsins elsti hundur sló hann met ástralsks nautgripahunds sem drapst árið 1939. Hann var þá 29 ára og 5 mánaða.

Fulltrúar Heimsmetabókarinnar segja nú að þeir hafi engar afgerandi sannanir fyrir aldri Bobi. Mark McKinley, forstjóri metaskráningar Heimsmetabókarinnar, sagði í yfirlýsingu að örflögugögn frá hinni opinberu portúgölsku gæludýraskrá hafi verið helsta sönnunin um aldur Bobi. Nú hafi komið í ljós að ekki þurfti að færa sönnur á aldur hunda sem fæddust fyrir 2008.

Bobi bjó alla ævi hjá Leonel Costa og fjölskyldu hans í afskekktu þorpi, Conqueiros, í Portúgal.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

MAGA-áhrifavaldur uggandi yfir stöðunni – „Repúblikanaflokkurinn glímir við nasistavanda“

MAGA-áhrifavaldur uggandi yfir stöðunni – „Repúblikanaflokkurinn glímir við nasistavanda“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingar segja foreldra eiga að biðja börn um „samþykki“ fyrir bleyjuskiptum

Sérfræðingar segja foreldra eiga að biðja börn um „samþykki“ fyrir bleyjuskiptum
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Eiginkona sonar míns drekkur alltof mikið, hvað er til ráða?“

„Eiginkona sonar míns drekkur alltof mikið, hvað er til ráða?“
Pressan
Fyrir 3 dögum

16 ára drengur myrti föður sinn eftir áralanga misnotkun – Móðirin sagði fjölskylduna í „hreinu helvíti“

16 ára drengur myrti föður sinn eftir áralanga misnotkun – Móðirin sagði fjölskylduna í „hreinu helvíti“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ástarsagan sem skolaði á land handan Atlantshafsins 13 árum síðar

Ástarsagan sem skolaði á land handan Atlantshafsins 13 árum síðar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Rekin úr vinstri flokki – Er í sambandi með hægri öfgamanni sem skipulagði hryðjuverk

Rekin úr vinstri flokki – Er í sambandi með hægri öfgamanni sem skipulagði hryðjuverk
Pressan
Fyrir 1 viku

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku
Pressan
Fyrir 1 viku

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans