fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Pressan

Hafa leyst ráðgátuna um hvarf risaapanna

Pressan
Sunnudaginn 11. febrúar 2024 15:30

Svona litu risaaparnir hugsanlega út. Mynd:Garcia/Joannes-Boyau, Chinese Academy of Science

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir borðuðu ávexti og sveifluðu sér í trjám í suðurhluta Kína. Þeir voru þrír metrar á hæð og allt að 300 kíló. Þetta var risaapinn Gigantopithecus Blacki.

Þessi risaapategund kom fram á sjónarsviðið fyrir um tveimur milljónum ára en dó út fyrir 215.000 til 295.000 árum síðan. Hún hefur lengi verið uppspretta heilabrota hjá vísindamönnum sem hafa ekki getað fundið skýringuna á af hverju tegundin hvarf af sjónarsviðinu.

En í nýrri rannsókn kemur fram hugsanleg ástæða þess að tegundin dó út. Niðurstaðan er að það hafi verið loftslagsbreytingar sem gerðu út af við hana.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Chinese Academy of Science.

Það hefur lengi valdið heilabrotum að tegundin dó út á sama tíma og aðrar tegundir prímata löguðu sig að breyttum aðstæðum og héldu velli. En samkvæmt niðurstöðu kínversku vísindamannanna þá voru það loftslagsbreytingar, sem hófust fyrir 700.000 árum, sem skiptu sköpum varðandi það að tegundin dó út.  Þetta byggja vísindamennirnir á rannsóknum á steingervingum og jarðlögum úr 22 hellum í suðurhluta Kína.

Rannsóknin leiddi í ljós að loftslagið og plönturnar á svæðinu voru mjög háðar loftslaginu vegna loftslagsbreytinganna. Þær höfðu í för með sér að margir skógar í suðurhluta Kína breyttust í graslendi og þurrkatímabilum fjölgaði.

Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu Nature. Í henni kemur fram að þar sem aparnir átu mikið af ávöxtum hafi þeir lent í vanda vegna loftslagsbreytinganna. Þegar enga ávexti var að hafa byrjuðu þeir að éta trjábörk.

Höfundar rannsóknarinnar segja að svo virðist sem aparnir hafi valið þróunarlega leið sem hafi gert að verkum að tegundin dó út.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Ástarsagan sem skolaði á land handan Atlantshafsins 13 árum síðar

Ástarsagan sem skolaði á land handan Atlantshafsins 13 árum síðar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rekin úr vinstri flokki – Er í sambandi með hægri öfgamanni sem skipulagði hryðjuverk

Rekin úr vinstri flokki – Er í sambandi með hægri öfgamanni sem skipulagði hryðjuverk
Pressan
Fyrir 5 dögum

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku
Pressan
Fyrir 5 dögum

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans
Pressan
Fyrir 6 dögum

Segja græðgi eigenda hafa valdið því að 25 ungar stúlkur létu lífið í sumarbúðum

Segja græðgi eigenda hafa valdið því að 25 ungar stúlkur létu lífið í sumarbúðum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Telja að ríkir Vesturlandabúar hafi tekið þátt í hrottalegum morðtúrisma sér til skemmtunar

Telja að ríkir Vesturlandabúar hafi tekið þátt í hrottalegum morðtúrisma sér til skemmtunar
Pressan
Fyrir 1 viku

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi
Pressan
Fyrir 1 viku

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“