fbpx
Miðvikudagur 22.október 2025
Pressan

Af hverju þurfa sum minni svefn en önnur?

Pressan
Laugardaginn 28. desember 2024 21:30

Það á ekki að sofa á maganum segja sérfræðingar. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Læknar, hjúkrunarfræðingar og vísindamenn þreytast ekki á að brýna fyrir fólki hversu nauðsynlegt sé fyrir heilsuna að fá nægan svefn. Helst að lágmarki 7 klukkutíma á sólarhring ef um er að ræða fullorðinn einstakling. Vísindamenn í Bandaríkjunum hafa hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að það sé til hópur fólks sem þurfi ekki að sofa svo lengi og bíði engan heilsufarslegan skaða af litlum svefni.

Tímarit Smithsonian-stofnunarinnar fjallar um málið. Í umfjölluninni er minnt á það sem margir hafa eflaust heyrt að fái fullorðinn einstaklingur almennt minni svefn en 7 klukkutíma á hverjum sólarhring auki það hættuna á alls kyns heilsufarslegum vandamálum. Þar eru nefnd til sögunnar skert minni, vaxandi erfiðleikar með efnaskipti líkamans, þunglyndi, elliglöp, hjartasjúkdómar og veikara ónæmiskerfi.

Vísindamenn hafa hins vegar á undanförnum árum uppgötvað að það eru til hópar fólks sem þetta á einfaldlega ekki við um.

Ákveðinn hópur þarf ekki nema 4-6 klukkutíma svefn á sólarhring til að þrífast vel. Allt bendir til að þetta eigi sér erfðafræðilegar skýringar og þetta fólk hafi til að bera gen sem geri þeim þetta kleift . Niðurstöðurnar benda einnig til að það sé gæði svefnsins sem skipti máli í þessum tilfellum en ekki lengdin.

Ekki svo einfalt

Vísindamennirnir sem fóru fyrir rannsókninni segja þær sýna fram á að ekki sé til staðar nægileg þekking á svefni og frekari rannsóknir muni vonandi sýna fram á hvort og þá hvað hópurinn sem komist af með minni svefn en aðrir geri öðruvísi.

Áður var talið að svefn væri einfalt ferli sem snerist bara um hvíld líkt og um væri að ræða tölvu sem væri verið að slökkva á þar til aftur yrði kveikt á henni. Rannsóknir hafa hins vegar sýnt fram á að svefn sé flóknara fyrirbæri en þetta. Hann snýst meðal annars um að heilinn er að endurnýja orkubirgðir, hreinsun á úrgangsefnum úr líkamanum, þróun taugakerfisins í börnum og ungmennum og að koma skikki á minningar. Þess vegna er það svo mikilvægt að sofa nægilega mikið.

Genin

Rannsóknir vísindamannanna benda hins vegar til að líkami þeirra sem hafa þau gen sem geri það að verkum að viðkomandi hópur þurfi minni svefn sé einfaldlega fljótari að gera það sem gera þarf í svefni.

Það er enn óljóst hvernig þessi gen hlífa fólkinu sem hefur þau við áhrifum lítils svefns og enn fremur er ekki vitað til fullnustu hvernig þessi gen fara að því að gera svefnin skilvirkari en hjá þeim sem hafa genin ekki. Til að skilja þetta betur þarf að kalla fólk með genin í svefnrannsókn en Covid-heimsfaraldurinn hefur tafið hana.

Þangað til beina vísindamennirnir því til fólks að sofa jafn lengi og hver og einn þurfi á að halda. Þeir ítreka að það sé ekki rétt að allir þurfi jafn langan svefn. Þannig virki erfðir einfaldlega ekki.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hefja aftur opinberar aftökur – Skotinn til bana fyrir framan þúsundir áhorfenda

Hefja aftur opinberar aftökur – Skotinn til bana fyrir framan þúsundir áhorfenda
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kom að honum á bílastæðinu með blóðuga öxi – Skömmu síðar fundust tvö lík

Kom að honum á bílastæðinu með blóðuga öxi – Skömmu síðar fundust tvö lík
Pressan
Fyrir 3 dögum

Myrti kasólétta hjákonu sína því hann vildi ekki eignast barn með henni – Mun gjalda fyrir það með lífi sínu

Myrti kasólétta hjákonu sína því hann vildi ekki eignast barn með henni – Mun gjalda fyrir það með lífi sínu
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Drottnari múmíanna“ fær reynslulausn – Vel menntaður rithöfundur sem átti sér óhugnalegt leyndarmál

„Drottnari múmíanna“ fær reynslulausn – Vel menntaður rithöfundur sem átti sér óhugnalegt leyndarmál
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ræða heilbrigðisráðherra um sæði unglingsdrengja vekur athygli – „Foreldrar okkar eru ekki að eignast börn“

Ræða heilbrigðisráðherra um sæði unglingsdrengja vekur athygli – „Foreldrar okkar eru ekki að eignast börn“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lögregla búin að gefast upp og hættir leitinni að Gus litla

Lögregla búin að gefast upp og hættir leitinni að Gus litla
Pressan
Fyrir 5 dögum

UFC-goðsögnin talin glíma við óvenjulegan geðsjúkdóm eftir að hafa ítrekað ráðist á móður sína

UFC-goðsögnin talin glíma við óvenjulegan geðsjúkdóm eftir að hafa ítrekað ráðist á móður sína
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ítölsk fyrirsæta látin eftir hrottalega árás

Ítölsk fyrirsæta látin eftir hrottalega árás