fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Pressan

Vændiskonur eiga nú rétt á fæðingarorlofi og atvinnuleysisbótum

Pressan
Þriðjudaginn 3. desember 2024 07:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Með nýjum lögum hafa belgísk stjórnvöld tryggt fólki, sem starfar í kynlífsiðnaðinum, sömu réttindi og annað fólk á vinnumarkaði nýtur. Má þar nefna rétt til fæðingarorlofs, veikindaleyfi og eftirlaun.

Sky News skýrir frá þessu og segir að lögin, sem tóku gildi á sunnudaginn, tryggi fólki í þessari starfsstétt meiri réttindi en það hefur haft. Það á nú rétt á ráðningarsamningi og hefur nú lagalegan rétt til að hafna því að eiga viðskipti við ákveðna aðila, það getur einnig valið hjá hverjum það starfar og stöðvað kynlífið á hvaða stigi sem er.

Belgar afglæpavæddu vændi fyrir tveimur árum. Í Þýskalandi og Hollandi er vændi löglegt en í hvorugu landinu hefur leið Belganna verið farin með því að tryggja stöðu þeirra, sem það stunda, á vinnumarkaði.

Í nýju lögunum er kveðið á um vinnutíma, laun og öryggismál. Einnig er fólki tryggður aðgangur að ókeypis heilbrigðisþjónustu, launuðu leyfi, barneignarfríi, atvinnuleysisbótum og eftirlaunum.

Atvinnurekendur verða að útvega fólkinu hrein sængurföt, smokka og hreinlætisvörur og setja upp neyðarhnappa á vinnustöðum þess.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta gæti verið ástæðan fyrir að þú sofnar alltaf í sófanum

Þetta gæti verið ástæðan fyrir að þú sofnar alltaf í sófanum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Víetnömskum veitingastað lokað eftir að hundakjöt fannst í frystinum

Víetnömskum veitingastað lokað eftir að hundakjöt fannst í frystinum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi „slæma venja“ getur í raun verið lykillinn að betri svefni

Þessi „slæma venja“ getur í raun verið lykillinn að betri svefni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Foreldrarnir stunduðu báðir kynlíf með níðingnum sem nauðgaði dóttur þeirra

Foreldrarnir stunduðu báðir kynlíf með níðingnum sem nauðgaði dóttur þeirra