fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
Pressan

Málverk í litlu húsi í Pompei vekja mikla undrun og lukku

Pressan
Föstudaginn 8. nóvember 2024 07:30

Ein af myndunum. Mynd:Pompeii Archeological Park

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veggskreytingarnar í litlu húsi í Pompei líkjast einna helst einhverju sem maður sér á heimilum efnafólks. Kynjaverur af ýmsum toga sem stunda kynlíf. Þetta eru mótífin á fjölda ævafornra málverka sem fundust í þessu litla húsi.

The Guardian skýrir frá þessu og segir að fornleifafræðingar hafi fundið myndirnar í litlu og skreyttu húsi sem er nefnt eftir Faidra, sem er prinsessa frá Krít í grísku goðafræðinni.

Ólíkt öðrum húsum í Pompei, sem grófust undir ösku árið 79 þegar gaus í Vesúvíusi, var þetta litla hús ekki byggt í kringum hið hefðbundna rómverska miðrými.

Ein af myndunum. Mynd:Pompeii Archeological Park

 

 

 

 

 

 

Húsið lætur ekki mikið yfir sér, stærðarlega séð, en inni í því eru veggskreytingar sem reikna má með að séu einna helst að finna í stórum húsum efnafólks.

Það var ekki óalgengt að svona djarfar myndir væru á almannafæri í Pompei því íbúunum fannst ekkert athugavert við myndefni af þessu tagi. Fleiri erótískar myndir hafa fundist þar, þar á meðal stytta sem sýnir ástarleiki karlmanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bróðurdóttir Trumps segir tvennt útskýra framkomu frænda hennar í garð fjölmiðlakvenna

Bróðurdóttir Trumps segir tvennt útskýra framkomu frænda hennar í garð fjölmiðlakvenna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Harmleikur í Ástralíu: Hin látna var svissneskur ferðamaður

Harmleikur í Ástralíu: Hin látna var svissneskur ferðamaður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hann hélt áfram að brjóta á stelpum eftir að mál hennar var fellt niður

Hann hélt áfram að brjóta á stelpum eftir að mál hennar var fellt niður
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump móðgar enn eina blaðakonuna – „Ljót, bæði að innan og utan“

Trump móðgar enn eina blaðakonuna – „Ljót, bæði að innan og utan“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Reiði á Ítalíu eftir óhugnanlegt nauðgunarmál – Ráðherra vill láta gelda mennina

Reiði á Ítalíu eftir óhugnanlegt nauðgunarmál – Ráðherra vill láta gelda mennina
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telja að áhrifavaldurinn sé endanlega genginn af göflunum eftir nýjustu samsæriskenninguna

Telja að áhrifavaldurinn sé endanlega genginn af göflunum eftir nýjustu samsæriskenninguna