fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
Pressan

Varpar ljósi á hvernig líf dóttur hennar hefur breyst eftir heimskupör ungs ökumanns

Pressan
Þriðjudaginn 26. nóvember 2024 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nítján ára ökumaður í Bretlandi, George Taylor, hefur verið dæmdur í 26 mánaða fangelsi fyrir að valda örkumlun hjá einstæðri móður á fimmtudagsaldri.

George ók bifreið sinni á ofsahraða eftir A47-hraðbrautinni skammt frá Norwich og tók upp myndbönd af sér og sendi myndskilaboð þar sem hann reyndi að stýra ökutækinu með hnjánum á sér. Þessi heimskupör enduðu þannig að hann ók framan á bifreið sem kom úr gagnstæðri átt sem konan, Catherine Davies, var í.

George tók upp samtals fimm myndbönd undir stýri í aðdraganda slyssins.

Catherine slasaðist lífshættulega í slysinu og er lömuð fyrir neðan háls, getur ekki andað án aðstoðar og þarf sólarhringsumönnun.

Faðir hennar, Jeremy, segir í samtali við breska fjölmiðla að hann muni aldrei gleyma deginum þegar hann fékk fréttir af slysinu. „Að heyra að dóttir mín myndi mögulega ekki lifa þetta af var hrikalega erfitt,“ segir hann.

Catherine er búin að vera á sjúkrahúsi meira og minna frá slysinu, en hún var útskrifuð af mænudeild Princess Alexandra-sjúkrahússins í Sheffield fyrr í þessum mánuði.

Lögreglan á svæðinu hefur hrint af stað vitundarvakningu í kjölfar slyssins og er markmiðið að vekja athygli á þeim miklu hættum sem felast í því að nota farsíma undir stýri.

„Catherine og fjölskylda hennar hafa leyft okkur að deila sögu hennar í þeirri von að þetta gerist ekki aftur,” segir Callum Walchester, lögreglufulltrúi á svæðinu.

Fyrir slysið var Catherine, sem nú er 51 árs, mjög heilsuhraust og starfaði hún meðal annars í verslun og sem einkaþjálfari.

„Hún mun aldrei anda sjálf aftur, hún mun aldrei finna bragðið af mat aftur og hún mun aldrei geta faðmað tíu ára son sinn aftur,” segir Jeremy, faðir hennar.

Meðfylgjandi er myndband frá Daily Mail sem varpar ljósi á aðdraganda slyssins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

MAGA-áhrifavaldur uggandi yfir stöðunni – „Repúblikanaflokkurinn glímir við nasistavanda“

MAGA-áhrifavaldur uggandi yfir stöðunni – „Repúblikanaflokkurinn glímir við nasistavanda“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingar segja foreldra eiga að biðja börn um „samþykki“ fyrir bleyjuskiptum

Sérfræðingar segja foreldra eiga að biðja börn um „samþykki“ fyrir bleyjuskiptum
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Eiginkona sonar míns drekkur alltof mikið, hvað er til ráða?“

„Eiginkona sonar míns drekkur alltof mikið, hvað er til ráða?“
Pressan
Fyrir 3 dögum

16 ára drengur myrti föður sinn eftir áralanga misnotkun – Móðirin sagði fjölskylduna í „hreinu helvíti“

16 ára drengur myrti föður sinn eftir áralanga misnotkun – Móðirin sagði fjölskylduna í „hreinu helvíti“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ástarsagan sem skolaði á land handan Atlantshafsins 13 árum síðar

Ástarsagan sem skolaði á land handan Atlantshafsins 13 árum síðar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Rekin úr vinstri flokki – Er í sambandi með hægri öfgamanni sem skipulagði hryðjuverk

Rekin úr vinstri flokki – Er í sambandi með hægri öfgamanni sem skipulagði hryðjuverk
Pressan
Fyrir 1 viku

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku
Pressan
Fyrir 1 viku

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans