fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Pressan

Rússar hóta að ráðast á Pólland: Skutu langdrægri eldflaug á Úkraínu í morgun

Pressan
Fimmtudaginn 21. nóvember 2024 10:12

Rússar hafa mörg skelfileg vopn í vopnabúri sínu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússar hafa hótað því að ráðast á herstöð Bandaríkjamanna í Redzikowo í Póllandi með „háþróuðum vopnum“. Rodzikowo er bær skammt frá borginni Gdansk við Eystrasaltið en þar eru Bandaríkjamenn búnir að opna nýja herstöð.

Maria Zakharova, talskona rússneska utanríkisráðuneytisins, sagði að opnun herstöðvarinnar þann 13. nóvember síðastliðinn væri ögrun og myndi auka líkurnar á að því að gripið yrði til kjarnorkuvopna. Bætti hún við að umrædd herstöð væri komin á lista Rússa yfir hugsanleg skotmörk.

Umrædd herstöð er hluti af víðtæku eldflaugavarnarkerfi NATO sem kallast „Aegis Ashore“ og á að veita ríkjum NATO vernd ef skotið verður á þau með eldflaugum.

Yfirlýsing Mariu kom í kjölfar frétta þess efnis að Rússar hefðu skotið langdrægri eldflaug (e. intercontinental ballistic missile) á Úkraínu í morgun í fyrsta skipti í stríðinu. Er talið að Rússar hafi þarna verið að svara fyrir árásir Úkraínumanna með bandarískum og breskum eldflaugum.

Ekki kemur fram í fréttum erlendra fjölmiðla hvaða tegund af langdrægri eldflaug Rússar notuðu í morgun.

Á vef Mail Online er haft eftir rússneskum hernaðarsérfræðingi að Rússar gætu gripið til þess ráðs að RS-26-flugskeytið sem er eitt það öflugasta í vopnabúri Rússa. Það vegur 50 tonn, getur borið kjarnaodd og dregið tæpa 5.800 kílómetra. Vopnið hefur aldrei verið notað í stríðsátökum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal
Pressan
Fyrir 1 viku

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali