fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Pressan

Stjarna úr Bridgerton bregður sér í nýtt hlutverk

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 10. nóvember 2024 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lady Danbury, leikin af Adjoa Andoh, er ein aðalpersóna sjónvarpsþáttanna Bridgerton, en jólaauglýsingu Boots í ár bregður hún sér í nýtt hlutverk. 

Auglýsingin ber heitið The Christmas Makeover og í henni bregður Andoh sér í í skó eiginkonu jólasveinsins, Frú Claus. Á meðan bóndinn sefir værum blundi skellir Frú Claus sér á verkstæði jólasveinsins og útbýr fegurðargjafir fyrir alla með aðstoð fegurðarálfanna.

Frú Claus og teymið hennar sjá um að uppfylla alla jólaóskalista með spennandi og óvæntum fegurðargjöfum frá Boots. Allt virðist ætla að ganga upp þar til einn álfur öskrar: „Við erum uppiskroppa með borða!“

Frú Claus er fljót að bjarga málunum, hneigir sig á töfrandi hátt og segir: „Við erum aldrei uppiskroppa með borða.“ Auglýsingunni lýkur þegar klukkan hringir og sleði jólasveinsins er hlaðinn, og frú Claus snýr sér að myndavélinni og segir: „Hélstu að hann gerði þetta allt einn?“

„Auglýsingin sýnir á frábæran hátt hvernig fegurð getur valdeflt okkur og fengið okkur til að líða vel. Það getur lyft andanum á nokkrum mínútum. Mér finnst gaman að hafa hlutina einfalda, en gæði eru mér mikilvæg og Boots getur boðið öllum kaupendum gæði á hvaða verðbili sem er,“ segir Andoh um hlutverk sitt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri