fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Pressan

Rússi handtekinn á flugvellinum í Billund með mikið magn sprengiefnis

Pressan
Þriðjudaginn 5. nóvember 2024 04:18

Flugvöllurinn í Billund.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í apríl þurfti að loka flugvellinum í Billund í Danmörku í um tíu klukkustundir eftir að rússneskur karlmaður kom á lögreglustöðina þar og afhenti hlut sem hann sagði innihalda sprengiefni. Hann var að vonum handtekinn samstundis.

Lögreglan hefur lítið látið uppi um málið síðan en fyrir helgi sendi hún frá sér fréttatilkynningu þar sem segir að nú hafi ákæra verið gefin út á hendur manninum fyrir að framleiða og vera með mjög hættulegt sprengiefni í fórum sínum. Það nefnist TATP en er oft kallað „Amma djöfulsins“.

Maðurinn er ákærður fyrir að hafa verið með eitt kíló af TATP í fórum sínum þegar hann kom á flugvöllinn í Billund. Þessu utan er hann ákærður fyrir að hafa notað „ekki minna en tvö kíló af sprengiefni“ til að sprengja hraðbanka við Legoland aðfaranótt þessa sama dags. Honum tókst þó ekki að komast yfir peninga.

TATP er mjög vinsælt meðal hryðjuverkamanna því það er mjög auðvelt að búa það til. Viðurnefnið „Amma djöfulsins“ er tilkomið vegna þess hversu óstöðugt efnið er. TATP var meðal annars notað í hryðjuverkaárásunum í Lundúnum 2005.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Messi að skrifa undir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Facebook-nauðgarinn“ laut í lægra haldi fyrir Netflix

„Facebook-nauðgarinn“ laut í lægra haldi fyrir Netflix
Pressan
Fyrir 6 dögum

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós
Pressan
Fyrir 6 dögum

Skelfilegri Facebook-síðu loksins lokað

Skelfilegri Facebook-síðu loksins lokað