fbpx
Föstudagur 02.janúar 2026
Pressan

Rússi handtekinn á flugvellinum í Billund með mikið magn sprengiefnis

Pressan
Þriðjudaginn 5. nóvember 2024 04:18

Flugvöllurinn í Billund.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í apríl þurfti að loka flugvellinum í Billund í Danmörku í um tíu klukkustundir eftir að rússneskur karlmaður kom á lögreglustöðina þar og afhenti hlut sem hann sagði innihalda sprengiefni. Hann var að vonum handtekinn samstundis.

Lögreglan hefur lítið látið uppi um málið síðan en fyrir helgi sendi hún frá sér fréttatilkynningu þar sem segir að nú hafi ákæra verið gefin út á hendur manninum fyrir að framleiða og vera með mjög hættulegt sprengiefni í fórum sínum. Það nefnist TATP en er oft kallað „Amma djöfulsins“.

Maðurinn er ákærður fyrir að hafa verið með eitt kíló af TATP í fórum sínum þegar hann kom á flugvöllinn í Billund. Þessu utan er hann ákærður fyrir að hafa notað „ekki minna en tvö kíló af sprengiefni“ til að sprengja hraðbanka við Legoland aðfaranótt þessa sama dags. Honum tókst þó ekki að komast yfir peninga.

TATP er mjög vinsælt meðal hryðjuverkamanna því það er mjög auðvelt að búa það til. Viðurnefnið „Amma djöfulsins“ er tilkomið vegna þess hversu óstöðugt efnið er. TATP var meðal annars notað í hryðjuverkaárásunum í Lundúnum 2005.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Gervierfingi á áttræðisaldri sveik milljarða úr bandarískum bönkum og lagði svo á flótta

Gervierfingi á áttræðisaldri sveik milljarða úr bandarískum bönkum og lagði svo á flótta
Pressan
Fyrir 3 dögum

Blaðamaðurinn sem afhjúpaði Epstein krefst svara – Segir yfirvöld hafa vaktað ferðir hennar

Blaðamaðurinn sem afhjúpaði Epstein krefst svara – Segir yfirvöld hafa vaktað ferðir hennar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Maður fannst afhöfðaður í fiskabúri í leyniherbergi á heimili sínu – Málið þykir hafa átt að vera borðliggjandi en þó enn óupplýst

Maður fannst afhöfðaður í fiskabúri í leyniherbergi á heimili sínu – Málið þykir hafa átt að vera borðliggjandi en þó enn óupplýst
Pressan
Fyrir 5 dögum

12 ára drengur bjargaði mannslífum eftir að leið yfir móður hans undir stýri

12 ára drengur bjargaði mannslífum eftir að leið yfir móður hans undir stýri
Pressan
Fyrir 1 viku

Zelensky óskar Pútín dauða í jólaávarpi

Zelensky óskar Pútín dauða í jólaávarpi
Pressan
Fyrir 1 viku

Stórbruni á sveitabýli í Þýskalandi – Fjölskyldan var að borða jólamáltíðina

Stórbruni á sveitabýli í Þýskalandi – Fjölskyldan var að borða jólamáltíðina
Pressan
Fyrir 1 viku

Ekki batnar það hjá fyrrverandi prinsinum – Nýjar ásakanir gegn Andrési í Epstein-skjölunum

Ekki batnar það hjá fyrrverandi prinsinum – Nýjar ásakanir gegn Andrési í Epstein-skjölunum
Pressan
Fyrir 1 viku

Kraftaverk á jólum: Lögreglumaður sem var skotinn í höfuðið útskrifaður af sjúkrahúsi

Kraftaverk á jólum: Lögreglumaður sem var skotinn í höfuðið útskrifaður af sjúkrahúsi