fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Pressan

Er þetta eitt skrýtnasta innbrot síðari tíma? – „Klóraðu þér“

Pressan
Laugardaginn 5. október 2024 14:30

Innbrotsþjófur að störfum. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður hefur verið dæmdur í 22 mánaða fangelsi í Bretlandi fyrir innbrot sem verður að teljast í undarlegri kantinum. Maðurinn braust inn á heimili konu en stal engu heldur vann ýmis heimilisverk og skildi eftir skilaboð sem fylltu konuna þó nokkrum óhug.

Fjallað var um málið í mörgum af helstu fjölmiðlum Bretlands.

Í umfjöllun Daily Mail kemur fram að innbrotið átti sér stað í júlí á þessu ári en konan býr í Monmouthshire í Wales. Damian Wojnilowicz sem er 36 ára gamall braust inn á heimili konunnar. Hann hengdi upp þvott, gekk frá vörum sem konan hafði keypt, tæmdi endurvinnslutunnuna, fyllti á fóðurkassa í garðinum sem ætlaður er fuglum, færði til pottaplöntur og skildi eftir miða þar sem á stóð:

„Hafðu ekki áhyggjur, vertu glöð, fáðu þér að borða og klóraðu þér.“

Konan segist hafa komið heim eftir vinnu og séð að greinilega hefði einhver fært til hluti á heimilinu og hún væri einfaldlega of hrædd til að vera þar.

Fyrir utan allt þetta hafði Wojnilowicz tekið mat úr skápum og eldað hann á eldavélinni og þegar hann raðaði matvælum, sem konan hafði keypt, í ísskápinn endurraðaði hann öllu sem var fyrir í ísskápnum. Þar að auki skipti hann um hausa á tannburstum á heimilinu, skúraði gólfið og tók fram rauðvínsflösku sem konan átti og skildi hana eftir ásamt vínglasi og tappatogara sem og skál með sælgæti í.

Brotist inn víðar

Um tveimur vikum síðar var Wojnilowicz handtekinn í kjölfar þess að hann braust inn í sumarbústað í nágrenninu og hafði meðal annars farið í sturtu, þvegið föt sín og gætt sér á mat sem var þar. Fingraför hans reyndust vera þau sömu og fingraför sem fundust á heimili konunnar.

Konan sagði að á þessum tveimur vikum hefði hún verið logandi hrædd og talið sig mögulega vera þolanda eltihrellis. Hún sagðist of hrædd til að búa ein á heimilinu eins og áður og ætlar sér að flytja.

Damian Wojnilowicz er sagður heimilislaus og glíma við margþætta erfiðleika. Hann var á sakaskrá áður en hann framdi innbrotin tvö, meðal annars fyrir árás. Lögmaður hans segir að hann iðrist gjörða sinna og sjái eftir þeim skaða sem hann hafi valdið þolendum innbrotanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“
Pressan
Í gær

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skilnaður tók á sig ótrúlega mynd – Ásakanir um glæp í himingeimnum

Skilnaður tók á sig ótrúlega mynd – Ásakanir um glæp í himingeimnum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tekinn af lífi 37 árum eftir hrottalegt morð á yfirmanni sínum

Tekinn af lífi 37 árum eftir hrottalegt morð á yfirmanni sínum