fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Pressan

Byrjaði að hata konur þegar hann komst að því að hann væri ekki faðir dóttur sinnar

Pressan
Fimmtudaginn 3. október 2024 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Adrien Longeron, 34 ára Frakki, er í hópi þeirra 50 einstaklinga sem ákærðir eru fyrir að hafa nauðgað Gisele Pelicot. Málið er nú fyrir frönskum dómstólum og er óhætt að segja að fá mál hafi vakið jafn mikla athygli í franskri réttarsögu.

Fyrrverandi eiginmaður Gisele, Dominique, er ákærður fyrir að hafa byrlað henni ólyfjan og boðið svo ókunnugum körlum heim til þeirra hjóna í þeim tilgangi að nauðga Gisele. Hann hefur játað sök í málinu en aðrir hinna ákærðu hafa ýmist játað eða neitað sök og borið fyrir sig að þeir hafi ekki vitað að Gisele væri rænulaus þegar brotin fóru fram.

Adrien Longerot bar vitni í málinu í gær en fyrir dómi kom fram að hann hafi byrjað að „hata konur“ eftir að hann komst að því að hann væri ekki faðir dóttur sinnar.

Fyrir dómi voru skýrslur sálfræðinga og lækna meðal annars lagðar fram en í þeim sagðist hann bera hatur í brjósti til kvenna.

Þegar hann var 18 ára varð kærasta hans, hin 16 ára gamla Marine, ólétt og mun Adrien hafa talið sig vera föðurinn. Parið vildi fara í fóstureyðingu en í kjölfar þrýstings frá fjölskyldum þeirra beggja gerðist það aldrei og kom stúlka að nafni Ninon í heiminn árið 2009.

Það var svo þremur árum síðar að Adrien gekkst undir faðernispróf að í ljós kom að hann var ekki faðir stúlkunnar. „Eftir það byrjaði ég að hata konur almennt,“ sagði hann.

Sálfræðingurinn Joelle Palma sagði að Adrien væri dæmigerður „narsissisti“ með „stjórnlausa“ kynhvöt og hann hafi byrjað að stunda kynlíf með fjölda kvenna, jafnvel miklu eldri konum og beita þær ofbeldi.

Adrien var í hópi þeirra fyrstu sem mættu á heimili Pelicot-hjónanna til að brjóta á Gisele en það gerðist fyrst árið 2014 þegar hann var 24 ára. Á þessum tíma var hann í sambandi með konu, Stephanie að nafni, og eignaðist hún son þeirra aðeins tíu dögum eftir að Adrien braut gegn Gisele. Hann beitti Stephanie fólskulegu ofbeldi meðan á sambandinu stóð og raunar fleiri fyrrverandi kærustur.

Í fyrra var hann dæmdur í átján ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað þremur fyrrverandi kærustum sínum ítrekað. Adrien og aðrir hinna ákærðu í málinu eiga yfir höfði sér allt að 20 ára fangelsi verði þeir fundir sekir í málinu. Réttarhöldin standa enn yfir en búist er við því að dómur falli í desember.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann flutti erfiðustu opnunarræðu ferils síns

Átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann flutti erfiðustu opnunarræðu ferils síns
Pressan
Fyrir 4 dögum

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telja að ríkir Vesturlandabúar hafi tekið þátt í hrottalegum morðtúrisma sér til skemmtunar

Telja að ríkir Vesturlandabúar hafi tekið þátt í hrottalegum morðtúrisma sér til skemmtunar
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fór út um morguninn að bera út blaðið og kom svo að fjölskyldu sinni látinni – Martröðin var samt bara rétt að byrja

Fór út um morguninn að bera út blaðið og kom svo að fjölskyldu sinni látinni – Martröðin var samt bara rétt að byrja
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn
Pressan
Fyrir 6 dögum

„Vonandi er Pútín ekki svo óútreiknanlegur og heimskur“

„Vonandi er Pútín ekki svo óútreiknanlegur og heimskur“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik