fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Pressan

Segir að Diddy hafi hefnt sín með hrottalegum hætti eftir að hún sagði hann viðriðinn morðið á Tupac

Pressan
Miðvikudaginn 16. október 2024 11:19

Sean Combs einnig þekktur sem P. Diddy.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásakanirnar streymam inn gegn tónlistar- og athafnamanninum Sean „Diddy“ Combs. Nú er komin fram ein sú átakanlegasta til þessa en kona hefur sakað tónlistarmanninn um hrottalega hópnauðgun. Nauðgunin hafi verið hefnd eftir að konan gaf í skyn að Diddy væri viðriðinn morðið á Tupac Shakur.

Kæra var lögð fram í Kaliforníu í gær, en þar heldur Ashley Parham því fram að Diddy hafi frelsissvipt hana árið 2018 og beitt hana líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi.

Ashley hitti Diddy í gegnum myndsímtal. Maður sem hún hitti á bar, sem þekkti Diddy, vildi ganga í augun á henni með því að sýna henni að hann þekkti stórstjörnu. Ashley þótti þó lítið til þess koma þegar hún fattaði að frægi vinurinn væri Diddy, enda taldi hún tónlistarmanninn hafa átt hlut að morði Tupac. Diddy heyrði þessi ummæli hennar og tilkynnti henni að hún fengi að gjalda fyrir orð sín. Maðurinn á barnum plataði hana síðar heim til sín þar sem Diddy sat fyrir henni. Tónlistarmaðurinn vék sér að henni með hníf og hótaði að gefa henni svokallað „Glasgow bros“ eða að skera munnvik hennar svo örin minni á bros.

Síðan hafi Diddy skvett yfir hana sleipiefni og svo fjarlægt föt hennar, ásamt hinum manninum. Síðan hafi Diddy nauðgað henni með hrottalegum hætti, en hann notaði sjónvarpsfjarstýringu til verksins. Á meðan hvæsti hann að líf hennar væri í hans höndum og yrði það honum lítið mál að láta hana hreinlega hverfa fyrir fullt og allt.

Fjórir aðrir menn voru á svæðinu og hennar var nauðgað af þremur þeirra áður en Diddy yfirgaf vettvang. Áður en hann fór skipaði hann fjórða manninum að nauðga henni sömuleiðis.

Eftir ofbeldið leitaði hún á sjúkrahús þar sem hún lét taka sýni. Hún þorði þó ekki að segja lögreglu hver hefði skipulagt brotið, enda óttaðist hún um líf sitt. Hún þorir því þó í dag og hefur stefnt tónlistarmanninum ásamt fleiri konum og fer fram á 7 milljarða í miskabætur.

Diddy er sem stendur í gæsluvarðhaldi, en hann mun svara til saka í maí á næsta ári. Hann hefur lýst yfir sakleysi í sakamálinu en eins hefur honum verið stefnt í fjölda einkamála á borð við mál Ashley.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fara fram á gjaldþrot
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ástarsagan sem skolaði á land handan Atlantshafsins 13 árum síðar

Ástarsagan sem skolaði á land handan Atlantshafsins 13 árum síðar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rekin úr vinstri flokki – Er í sambandi með hægri öfgamanni sem skipulagði hryðjuverk

Rekin úr vinstri flokki – Er í sambandi með hægri öfgamanni sem skipulagði hryðjuverk
Pressan
Fyrir 5 dögum

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku
Pressan
Fyrir 6 dögum

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans
Pressan
Fyrir 6 dögum

Segja græðgi eigenda hafa valdið því að 25 ungar stúlkur létu lífið í sumarbúðum

Segja græðgi eigenda hafa valdið því að 25 ungar stúlkur létu lífið í sumarbúðum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Telja að ríkir Vesturlandabúar hafi tekið þátt í hrottalegum morðtúrisma sér til skemmtunar

Telja að ríkir Vesturlandabúar hafi tekið þátt í hrottalegum morðtúrisma sér til skemmtunar
Pressan
Fyrir 1 viku

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi
Pressan
Fyrir 1 viku

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“