fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Pressan

Níu ára drengur bjó einn í óupphitaðri íbúð í tvö ár

Pressan
Miðvikudaginn 24. janúar 2024 11:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Níu ára drengur bjó einn í félagslegri íbúð um tveggja ára skeið sem bæjaryfirvöld í Angoulême höfðu útvegað móður hans í suðvesturhluta Frakklands.

Móðirin hefur nú verið dæmd í sex mánaða fangelsi vegna málsins.

Í frétt Mail Online kemur fram að móðir drengsins, sem er 39 ára, hafi flutt út til að búa hjá kærasta sínum í nokkurra kílómetra fjarlægð frá félagslegu íbúðinni.

Faðir drengsins var ekki ákærður í málinu.

Íbúðin sem um ræðir var óupphituð og bjó drengurinn einn í henni á árunum 2020 til 2022. Hafði hann um tíma ekki aðgang að heitu vatni eða rafmagni og þurfti að þvo sér upp úr köldu vatni.

Nágrannar eru sagðir hafa kvartað undan meðferðinni á drengnum en móðir hans svarað því til að hún væri að hugsa um hann og þetta kæmi þeim ekkert við. Þegar drengurinn byrjaði að óska eftir mat frá nágrönnum var lögreglu gert viðvart.

Þrátt fyrir þessar hrikalegu aðstæður er drengurinn sagður hafa mætt í skólann, verið tiltölulega snyrtilegur til fara og staðið sig með ágætum í náminu.

Franskir fjölmiðlar segja að nágrannar fjölskyldunnar glími við sektarkennd vegna málsins enda hefðu þeir mátt vita að ekki væri allt með felldu.

Móðir drengsins neitaði sök í málinu en við rannsókn málsins skoðaði lögregla meðal annars farsímagögn. Leiddu þau í ljós að móðirin hefði nær aldrei komið í íbúðina á þessum tveimur árum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kona sem fæddist án heila fagnar 20 ára afmæli

Kona sem fæddist án heila fagnar 20 ára afmæli
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ungur maður nauðgaði ókunnugri konu á sextugsaldri á almannafæri því hann var hreinn sveinn

Ungur maður nauðgaði ókunnugri konu á sextugsaldri á almannafæri því hann var hreinn sveinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Andrew fyrrum Bretaprins fékk vændiskonur í Buckinghamhöll – Og mamma hans hylmdi yfir það

Andrew fyrrum Bretaprins fékk vændiskonur í Buckinghamhöll – Og mamma hans hylmdi yfir það