fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Pressan

Er fólk hreinskilnara þegar það er drukkið?

Pressan
Laugardaginn 28. september 2024 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áfengisdrykkja getur haft þau áhrif á heilann að fólk verður líklegra til að segja það sem því býr í huga en áhrifin eru ekki alltaf eins og búast má við. Latneska orðatiltækið „In vino veritas“, sem þýðir „Í víni leynist sannleikur“, er eitt margra orðatiltækja sem hampar þeirri hugmynd að áfengi sé einhverskonar sannleikslyf.

En gerir áfengi fólk hreinskilnara? Svarið er bæði já og nei að sögn sérfræðinga sem Live Science ræddi við.

Aron White, forstjóri National Institute on Alchol Abuse and Alcoholism‘s Epidemiology and Biometry Branch, sagði í samtali við Live Science að áfengi valdi því að fólk sé líklegra til að segja það sem því býr í huga. „Í sumum tilfellum gæti það verið sannleikurinn. Í sumum tilfellum gæti það verið það sem þú, í þínu ölvunarástandi, heldur að sé sannleikurinn,“ sagði hann.

Það eru því meiri líkur en minni á að fólk segi hug sinn eftir að hafa fengið sér nokkra drykki. En það er einnig hugsanlegt að það segi eitthvað sem því finnst vera rétt en myndi ekki taka alvarlega ef það væri ódrukkið.

Rannsókn frá 2017, sem var birt í vísindaritinu Clinical Psychologial Science, beindist að breytingum á persónuleika fólks eftir að það hafði drukkið nægilega mikið af vodka til að áfengismagnið í blóði þeirra mældist 0,09%.

Mesta breytingin á persónuleika fólks, eftir að hafa drukkið áfengi, var að það varð mun opnara. Í rannsókninni var sjónunum ekki beint að því hvort áfengi væri sannleikslyf en það að áfengi geri fólki auðveldara fyrir við að vera innan um annað fólk, styður að það sé líklegra til að vera hreinskilið.

White benti á að sá eiginleiki áfengis að geta hjálpað fólki við að komast úr skel sinni og segja það sem því býr í huga geti einnig valdið því að ruglingur komist á hugsanir fólks.

„Áfengi er ekki sannleikslyf. Það er öruggt,“ sagði White.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

5 hlutir sem þú ættir að henda strax af baðinu

5 hlutir sem þú ættir að henda strax af baðinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ákærður fyrir morð á sonum sínum – 15 ár frá hvarfi þeirra

Ákærður fyrir morð á sonum sínum – 15 ár frá hvarfi þeirra
Pressan
Fyrir 5 dögum

Epstein-málið veldur enn einu fjaðrafokinu – Níðingurinn baktalaði forsetann hressilega í tölvupóstum

Epstein-málið veldur enn einu fjaðrafokinu – Níðingurinn baktalaði forsetann hressilega í tölvupóstum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Mæðgur voru ofsóttar af eltihrelli í 12 ár – „Ég hef loksins fundið þig“

Mæðgur voru ofsóttar af eltihrelli í 12 ár – „Ég hef loksins fundið þig“
Pressan
Fyrir 1 viku

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll
Pressan
Fyrir 1 viku

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa
Pressan
Fyrir 1 viku

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“
Pressan
Fyrir 1 viku

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum