fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Pressan

Forstjóri geimferðastofnunar segir að geimverur hafi komið til jarðarinnar og komi aftur fljótlega

Pressan
Laugardaginn 7. september 2024 21:30

Hafa geimverur virkilega banað fólki?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það búa vitsmunaverur á öðrum plánetum en jörðinni. Þetta segir S. Somanath, indverskur geimverkfræðingur sem hefur verið forstjóri indversku geimferðastofnunarinnar síðan 2022.

Hann kom nýlega í hlaðvarpið The Ranveer Show og ræddi um hvort vitsmunaverur séu til utan jarðarinnar.  Hann sagði engan vafa leika á því að líf sé að finna á öðrum plánetum. „Hugur minn segir já þrátt fyrir að ég hafi engar sannanir. Ég segi þér þetta sem forstjóri geimferðastofnunarinnar ISRO,“ sagði hann.

„Það eru örugglega geimverur þarna úti í alheiminum. Geimverur þýðir að það eru lifandi kerfi og samfélög í öðrum hlutum alheimsins. Ef þær eru nokkur þúsund árum, eða jafnvel 10.000 árum, á undan okkur á tæknisviðinu, þá munu þær örugglega heimsækja okkur,“ sagði hann.

Hann líkti þessu við manneskjur sem fara í dýragarð til að sjá ljón. „Fyrir þær er plánetan okkar eins og dýragarður,“ sagði hann.

Hann er þó ekki spenntur fyrir að hitta geimverur, að minnsta kosti ekki vitsmunaverur, á næstunni. Hann sagði að líffræðin sé þannig að öll lífsform á jörðinni tengist á einhvern hátt, plöntur, bakteríur, fiskar, dýr og fólk. „Við þróuðumst öll frá sama forföðurnum,“ sagði hann og bætti við: „Ef eitthvað þróast á annarri plánetu, þá gæti það hafa þróast á allt annan hátt. Það er hugsanlega ekki með sömu genauppbygginguna eða prótín uppbyggingu og það getur verið mjög hættulegt. Þegar tvö lífsform hittast, þá verður annað að drottna yfir honum. Það er gangur náttúrunnar, annað mun ekki leyfa hinu að lifa, það verður að standa framar og eyða hinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sex Bandaríkjamenn handteknir – Reyndu að senda hrísgrjón og biblíur til Norður-Kóreu

Sex Bandaríkjamenn handteknir – Reyndu að senda hrísgrjón og biblíur til Norður-Kóreu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Miðinn í ruslinu breytti lífi hennar

Miðinn í ruslinu breytti lífi hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hetjuleg björgun föður – Stökk á eftir dóttur sinni sem féll frá borði

Hetjuleg björgun föður – Stökk á eftir dóttur sinni sem féll frá borði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún ætlaði bara að skipta peningaseðli – Það reyndist vera besta ákvörðun dagsins

Hún ætlaði bara að skipta peningaseðli – Það reyndist vera besta ákvörðun dagsins
Pressan
Fyrir 5 dögum

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“