fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Pressan

Hvarf sporlaust af hjúkrunarheimili: Illa farið líkið fannst inni í skáp viku síðar

Pressan
Fimmtudaginn 5. september 2024 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðstandendur 71 árs karlmanns í Flórída eru allt annað en sáttir við forsvarsmenn hjúkrunarheimilis í norðurhluta Miami eftir að maðurinn fannst látinn þar innandyra.

Málið er allt hið undarlegasta því maðurinn fannst látinn inni í skáp á hjúkrunarheimilinu.

Maðurinn, Elin Etienne, fór á umrætt hjúkrunarheimili, North Dade Nursing and Rehab, snemma í ágúst síðastliðnum og stóð til að hann yrði þar í 12 vikur. Etienne var með heilabilun og hafði þar að auki fengið slagæðagúlp og hugðist hann freista þess að ná bata á hjúkrunarheimilinu.

Frænka mannsins, Kimberly Etienne, segist hafa fengið skilaboð frá hjúkrunarheimilinu þann 22. ágúst þess efnis að Etienne væri saknað. Þegar hringt var á hjúkrunarheimilið til að óska frekari svara sagði starfsmaður að Etienne hefði tékkað sig sjálfur út. Þessu átti frænkan erfitt með að trúa enda var Etienne á þessum tíma varla fær um að hugsa um sig sjálfur.

„Við óskuðum eftir því að fá að sjá undirskriftina frá honum þegar hann tékkaði sig út en forsvarsmenn hjúkrunarheimilisins neituðu að sýna okkur hana. Þannig að við hringdum í lögregluna og tilkynntum formlega að hans væri saknað,“ segir Kimberly.

Fjölskyldan, í samvinnu við lögregluna, leitaði að Elin í um viku en án nokkurs árangurs. Fjölskyldan leitaði á stóru svæði í kringum hjúkrunarheimilið en aðstandendur fengu þó ekki að svipast um eftir honum á sjálfu heimilinu. Það var svo á mánudag að starfsfólk fann lík Elin inni í skáp á hjúkrunarheimilinu. Þar hafði hann verið í dágóðan tíma enda var líkið byrjað að rotna.

Aðstandendur hans vilja að ítarleg rannsókn fari fram á málinu og segir Kimberly að mörgum spurningum sé ósvarað í málinu. „Við viljum vita hvað dró hann til dauða og af hverju hann fannst inni í skáp. Eins viljum við vita hvers vegna enginn kíkti inn í þennan skáp allan þennan tíma.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri