fbpx
Föstudagur 25.júlí 2025
Pressan

Þrír úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna hópnauðgunar – Héldu konu fanginni klukkustundum saman

Pressan
Mánudaginn 19. ágúst 2024 03:57

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír menn voru í gær úrskurðaðir í 12 daga gæsluvarðhald. Þeir eru grunaðir um að hafa svipt 37 ára konu frelsi og að hafa hópnauðgað henni.

Þetta kemur fram í færslu lögreglunnar í Árósum í Danmörku á X. Konunni var haldið fanginni í íbúð í borginni frá klukkan 7 á laugardaginn þar til klukkan 13.05. Á þeim tíma eru mennirnir grunaðir um að hafa nauðgað henni og hafi henni verið haldið fastri á meðan.

Ekstra Bladet segir að þegar gæsluvarðhaldskrafan var tekin fyrir hjá dómara í Árósum í gær, hafi túlkur verið til staðar til að túlka frá dönsku yfir á tigrinya og öfugt. Þetta er tungumál sem er talað í Erítreu en mennirnir eru allir þaðan.

Þeir neituðu allir sök og voru að sögn blaðsins rólegir og yfirvegaðir í dómsalnum.

Talsmaður lögreglunnar sagði í samtali við blaðið að þremenningarnir hafi allir komið áður við sögu lögreglunnar. Hann sagði einnig að enn væri leitað að tveimur til viðbótar sem eru grunaðir um aðild að ofbeldinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Lögreglan bjargaði 21 barni frá hjónum sem eignuðust þau með staðgöngumæðrun – „Lyktar af mansali“

Lögreglan bjargaði 21 barni frá hjónum sem eignuðust þau með staðgöngumæðrun – „Lyktar af mansali“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Barnastjörnur úr frægri kvikmynd sameinast 60 árum síðar – Hefur þú séð myndina ástsælu?

Barnastjörnur úr frægri kvikmynd sameinast 60 árum síðar – Hefur þú séð myndina ástsælu?
Pressan
Fyrir 6 dögum

Fékk móral eftir að hann drap eiginkonuna svo hann fór og stakk fyrrverandi konu sína 22 sinnum

Fékk móral eftir að hann drap eiginkonuna svo hann fór og stakk fyrrverandi konu sína 22 sinnum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Er frétt um klámfengið bréf Trumps til Epstein að sameina MAGA-hreyfinguna aftur? – „Bandið er aftur komið saman“

Er frétt um klámfengið bréf Trumps til Epstein að sameina MAGA-hreyfinguna aftur? – „Bandið er aftur komið saman“
Pressan
Fyrir 1 viku

Trump reynir að róa brjálaða MAGA-liða – „Sóum ekki tíma og orku í Jeffrey Epstein, einhvern sem öllum er sama um“ 

Trump reynir að róa brjálaða MAGA-liða – „Sóum ekki tíma og orku í Jeffrey Epstein, einhvern sem öllum er sama um“ 
Pressan
Fyrir 1 viku

Óhugnaleg játning: Var orðinn þreyttur á að annast 74 ára leigusala sinn og kom henni fyrir kattarnef

Óhugnaleg játning: Var orðinn þreyttur á að annast 74 ára leigusala sinn og kom henni fyrir kattarnef