Fangavörður í Highpoint-fangelsinu í Suffolk hefur verið handtekinn, og á yfir höfði sér ákæru, fyrir að eiga í kynferðislegu samneyti við fanga. Um er að ræða kvenkyns fangavörður, móður á fertugsaldri, en upp um hana komst þegar hún fyrir mistök kveikti á búkmyndavél sinni í miðjum klíðum. Svo illa vildi til að myndefnið var sent í beinni útsendingu á stjórnstöð fangelsisins og þar með var starfsferill konunnar í fangelsinu á enda.
Lágmarksöryggisgæsla er í umræddu fangelsi en þar hafa mörg frægðarmenni á borð við George Michael og Boy George afplánað dóma sína.
Um er að ræða annað slíkt mál á skömmum tíma á Bretlandseyjum en í lok þessa mánaðar verður mál gegn Only Fans-stjörnunni Linda De Sousa Abreu. Sú hafði ráðið sig sem fangavörð í HMP Wandsworth-fangelsinu og gerði sig seka um að stunda kynlíf með fanga sem klefafélagi hans tók upp á myndband. Fór myndskeiðið í mikla dreifingu á samfélagsmiðlum. Á Abreu yfir höfði sér fangelsisdóm vegna málsins.