fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
Pressan

Horfðu með hryllingi á loftbelg fullan af ferðamönnum hrapa

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 30. júní 2024 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

20 ferðamenn og tveir starfsmenn voru um borð í loftbelg sem hrapaði í klettunum á Love Valley svæðinu í Cappadocia í Tyrklandi um klukkan sex á laugardagsmorgun. Staðurinn er einn vinsælasti ferðamannastaður landsins.

Rebecca Horsfall sem var á staðnum að taka myndir fyrir samfélagsmiðla sína myndaði atvikið þegar loftbelgurinn hrundi á hinar þekktu Fairy Chimney bergmyndanir.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by TheTailsOfTravel (@thetailsoftravel)

„Skyndilega var fólk að öskra og hlaupa að jaðri dalsins,“ sagði Horsfall. „Það var ótrúlega skelfilegt að sjá körfuna renna niður fjallshlíðina.“ Segist hún sjálf hafa farið í slíka loftbelgsferð fyrir tveimur árum og upplifað sig mjög örugga og allt hafi verið samkvæmt öryggisreglum.

Viðbragsaðilar voru fljótir á vettvang, en betur fór en á horfðist þar sem enginn slasaðist við brotlendinguna.

„Svo virðist sem belgurinn hafi festst við stein. Dalirnir geta verið þröngir og flugmönnum finnst gaman að fljúga loftbelgnum lágt til að farþegarnir fái bestu upplifunina.“

Einn farþeganna í loftbelgnum sagði við fjölmiðla á staðnum að flugmaðurinn „stappaði stöðugt í okkur stálinu“, þrátt fyrir erfiða lendingu.

Sveitarstjórnin sagði í yfirlýsingu: „Loftbelgurinn sem um ræðir, sem fór í loftið frá Paşabağları staðsetningunni um klukkan 05:15 í dag, lenti öruggri neyðarlendingu innan landamæra Goereme Town. Eftir nauðlendinguna voru 20 farþegarnir og 2 flugmennirnir í loftbelgnum fluttir á öruggan hátt af teymum okkar, engin meiðsl urðu á fólki og engar aukaverkanir fundust við heilsufarsskoðun flugmanna og farþega í loftbelgnum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Eiginkona sonar míns drekkur alltof mikið, hvað er til ráða?“

„Eiginkona sonar míns drekkur alltof mikið, hvað er til ráða?“
Pressan
Fyrir 3 dögum

16 ára drengur myrti föður sinn eftir áralanga misnotkun – Móðirin sagði fjölskylduna í „hreinu helvíti“

16 ára drengur myrti föður sinn eftir áralanga misnotkun – Móðirin sagði fjölskylduna í „hreinu helvíti“
Pressan
Fyrir 4 dögum

5 hlutir sem þú ættir að henda strax af baðinu

5 hlutir sem þú ættir að henda strax af baðinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ákærður fyrir morð á sonum sínum – 15 ár frá hvarfi þeirra

Ákærður fyrir morð á sonum sínum – 15 ár frá hvarfi þeirra
Pressan
Fyrir 1 viku

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku
Pressan
Fyrir 1 viku

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans
Pressan
Fyrir 1 viku

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll
Pressan
Fyrir 1 viku

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa