fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Pressan

Einangraður samfélagshópur er með ævafornt gen sem styrkir ónæmiskerfið

Pressan
Sunnudaginn 9. júní 2024 15:30

Íbúar á Papúa Nýju-Gíneu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frumbyggjar Papúa Nýju-Gíneu voru einangraðir í gríðarlega langan tíma eftir að fyrsta fólkið kom þangað fyrir rúmlega 50.000 árum. Frumbyggjarnir bera með sér gen frá Denisovans, sem er útdauð manntegund, sem hjálpar þeim sem búa á láglendi að takast á við sýkingar en hjá þeim sem búa hærra uppi, þá koma stökkbreytingar á rauðum blóðkornum sér vel.

Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar að sögn Live Science sem segir að frumbyggjarnir hafi verið einangraðir árþúsundum saman og hafi þessi gen frá Denisovans komið sér vel fyrir þá í lífsbaráttunni.

Rannsóknin leiddi í ljós að genið veldur mismunandi stökkbreytingu hjá fólkinu, eftir því hvort það býr á láglendi eða hærra uppi, til að hjálpa því að takast á við mismunandi umhverfisaðstæður.

„Íbúar Papúa Nýju-Gíneu eru einstakir því þeir hafa verið einangraðir síðan þeir settust að í Papúa Nýju-Gíneu fyrir rúmlega 50.000 árum,“ sagði Francois Xacier, meðhöfundur rannsóknarinnar, við Live Science.

Það er ekki nóg með að fjalllent landslagið á þessu eyjasamfélagi geri lífsskilyrðin erfið, smitsjúkdómar fara einnig illa með íbúana en þeir valda um 40% dauðsfalla í landinu.

Ricaut sagði að af þessum sökum hafi íbúarnir þurft að finna bæði líffræðilega og menningarlega aðferð til að laga sig að landinu og því séu frumbyggjarnir „frábær kokteill“ til að rannsaka erfðabreytingar í.

Fyrstu nútímamennirnir komu til Papúa Nýju-Gíneu frá Afríku fyrir rúmlega 50.000 árum. Þeir blönduðust við Densiovans sem höfðu verið til staðar í Asíu í tugi þúsunda ára. Niðurstaða þessara blöndunar tegundanna er að um 5% af erfðamengi frumbyggjanna er frá Denisovans komið.

Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu Nature Communications.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ótrúlegt sakamál í Bretlandi – Bæjarfulltrúi ákærður fyrir að kúga þingmann

Ótrúlegt sakamál í Bretlandi – Bæjarfulltrúi ákærður fyrir að kúga þingmann
Pressan
Fyrir 2 dögum

George Clooney: Mistök að láta Kamölu Harris taka við af Biden

George Clooney: Mistök að láta Kamölu Harris taka við af Biden
Pressan
Fyrir 4 dögum

Foreldrar fá að sjá nöfn og myndir af dæmdum níðingum

Foreldrar fá að sjá nöfn og myndir af dæmdum níðingum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Játaði til að vernda kærustuna sem svo sveik hana – „Þetta var rosaleg ást, er það ekki? Hún var banvæn“

Játaði til að vernda kærustuna sem svo sveik hana – „Þetta var rosaleg ást, er það ekki? Hún var banvæn“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Bandaríkjamenn íhuga að banna vinsælan netbeini – Ástæðan er þessi

Bandaríkjamenn íhuga að banna vinsælan netbeini – Ástæðan er þessi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi