fbpx
Miðvikudagur 24.desember 2025
Pressan

Játaði á sig skelfilegan glæp í miðju atvinnuviðtali

Pressan
Sunnudaginn 19. maí 2024 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stephen Bodley, 26 ára karlmaður í Orange County í Bandaríkjunum, átti væntanlega ekki von á því að atvinnuviðtal ætti hugsanlega eftir að kosta hann lífstíðarfangelsisdóm.

Sú er þó raunin eftir að Bodley var sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn barni. Bodley átti sér þann draum að verða lögreglumaður og í atvinnuviðtali við lögregluembættið í Apopka játaði hann að hafa brotið gegn ungri frænku sinni.

New York Post greinir frá þessu og segir að Bodley hafi talað um „kynferðislega leiki“ í atvinnuviðtalinu. Eftir að greinendur höfðu farið yfir viðtalið var hann boðaður í annað viðtal þar sem hann var beðinn um að útskýra fyrri ummæli sín betur. Játaði hann þá að hafa brotið gegn barni fyrir mörgum árum.

Lögregla leitaði móður fórnarlambsins uppi og kom þá í ljós að Bodley hafði átt í nánum samskiptum við barnið og fjölskyldu þess fyrir nokkrum árum síðan. Fórnarlambið sagði að Bodley hafi brotið gegn henni í nokkur skipti þegar hann var á aldrinum 14 til 19 ára.

Ákæra var gefin út í kjölfarið og var Bodley sakfelldur á dögunum. Refsing yfir honum hefur ekki verið kveðin upp en brot af þessu tagi varða allt að lífstíðarfangelsi í Bandaríkjunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Maðurinn er fundinn
Pressan
Í gær

Köttur sem týndist í fellibylnum Helene sameinaðist fjölskyldu sinni á undraverðan hátt eftir 443 dag – „Jólakraftaverk“

Köttur sem týndist í fellibylnum Helene sameinaðist fjölskyldu sinni á undraverðan hátt eftir 443 dag – „Jólakraftaverk“
Pressan
Í gær

Svona sá spákonan Baba Vanga fyrir sér árið 2026 – Stórtíðindi í nóvember?

Svona sá spákonan Baba Vanga fyrir sér árið 2026 – Stórtíðindi í nóvember?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þríeykið bar grímur og andlitsmálningu — Hófu skothríð í matvöruverslunum og drápu 28 manns

Þríeykið bar grímur og andlitsmálningu — Hófu skothríð í matvöruverslunum og drápu 28 manns
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir að margir ungir Bandaríkjamenn séu annaðhvort of feitir eða heimskir fyrir herinn

Segir að margir ungir Bandaríkjamenn séu annaðhvort of feitir eða heimskir fyrir herinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Enn einn fanginn tekinn af lífi í Bandaríkjunum

Enn einn fanginn tekinn af lífi í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hlógu þegar þeir óku viljandi aftan á reiðhjólamann – Dæmdir í vikunni og hlógu ekki þá

Hlógu þegar þeir óku viljandi aftan á reiðhjólamann – Dæmdir í vikunni og hlógu ekki þá
Pressan
Fyrir 5 dögum

25 ár frá dauða Kirsty MacColl: Fyrrverandi eiginmaður sakar milljarðamæring um yfirhylmingu

25 ár frá dauða Kirsty MacColl: Fyrrverandi eiginmaður sakar milljarðamæring um yfirhylmingu