fbpx
Föstudagur 23.maí 2025
Pressan

Fimm börn dáin eftir að hafa fengið kíghósta

Pressan
Laugardaginn 11. maí 2024 15:30

Kíghósti er dauðans alvara.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að minnsta kosti fimm börn eru látin á Bretlandseyjum á þessu ári eftir að hafa fengið kíghósta. Öll börnin voru undir þriggja mánaða þegar þau létust á tímabilinu frá byrjun janúar til loka mars.

Þrjú þúsund staðfest tilfelli hafa komið upp í Bretlandi á árinu en það er þrisvar sinnum meira en allt árið 2023.

Kíghósti hefur einnig verið að greinast á Íslandi að undanförnu en rúmur mánuður er síðan fyrstu tilfellin greindust á höfuðborgarsvæðinu. Síðast greindist pestin hér á landi árið 2019. Í síðustu viku höfðu sautján einstaklingar greinst með kíghósta hér á landi á örfáum vikum.

Kíghósti er alvarleg öndunarfærasýking hjá börnum, einkum á fyrstu mánuðum ævinnar. Hjá unglingum og fullorðnum einkennist sjúkdómurinn af langvarandi og þrálátum hósta og kvefeinkennum.

Ungum börnum á fyrstu 6 mánuðum ævinnar er sérlega hætt við alvarlegum afleiðingum kíghósta, meðal annars slæmum hóstaköstum og öndunarstoppi og getur sjúkdómurinn verið þeim lífshættulegur.

Theodór Skúli Sigurðsson, sérfræðingur í gjörgæslulækningum barna, sagði í fréttum RÚV í síðustu viku að það væri átakanlegt að horfa upp á lítil börn fá kíghósta. Theodór stundaði sérnám í Svíþjóð þar sem upp komu alvarleg tilfelli kíghósta sem átti rekja til vanbólusetningar foreldra umræddra barna.

Sjá einnig: Theodór:Átakanlegt að horfa á lítil börn fá kíghósta – „Eiginlega bara hósta þangað til þau blána og missa meðvitund“ 

„Ég lenti í því að það voru allnokkur börn, ungabörn, sem komu inn með kíghósta og í öllum tilfellum höfðu þau sýkst af foreldrum. Þessi börn urðu öll mjög veik, alvarlega veik, þau lentu öll í öndunarvélum og því miður var eitt barn sem ekki lifði af þá sýkingu og það er náttúrulega algjör harmleikur,“ sagði hann.

Á vef Landlæknis kemur fram að bólusetning sé áhrifarík leið til að koma í veg fyrir sjúkdóminn hjá ungum börnum.

„Mikilvægt er að byrja að bólusetja ung börn því sjúkdómurinn er hættulegastur hjá börnum yngri en 6 mánaða. Hér á landi eru börn bólusett við 3, 5 og 12 mánaða aldur og endurbólusett við 4 og 14 ára aldur. Bóluefnið verndar ekki lengur en í um 10 ár og því er möguleiki á að smitast síðar á ævinni. Víða erlendis hefur verið mælt með reglubundinni endurbólusetningu fullorðinna en hér á landi er eingöngu mælt með reglubundinni endurbólusetningu heilbrigðisstarfsmanna. Bólusetning barnshafandi kvenna dregur verulega úr sjúkdómi hjá börnum á fyrsta ári, sérstaklega börnum undir 3ja mánaða aldri sem hafa ekki fengið bólusetningu sjálf. Frá árinu 2019 hefur öllum barnshafandi konum verið boðin bólusetning gegn kíghósta í mæðravernd.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Joe Biden fór síðast í skimun árið 2014

Joe Biden fór síðast í skimun árið 2014
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þrír urðu fyrir eldingu og létust á þekktum ferðamannastað

Þrír urðu fyrir eldingu og létust á þekktum ferðamannastað
Pressan
Fyrir 3 dögum

Setti ótrúlegt met þegar hann hljóp yfir Ástralíu

Setti ótrúlegt met þegar hann hljóp yfir Ástralíu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja að Trump og ríkisstjórn hans séu ekki að segja alla söguna um lúxusþotuna frá Katar

Segja að Trump og ríkisstjórn hans séu ekki að segja alla söguna um lúxusþotuna frá Katar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vill milljónir í bætur vegna hráefnis sem hann vildi alls ekki fá á hamborgarann sinn

Vill milljónir í bætur vegna hráefnis sem hann vildi alls ekki fá á hamborgarann sinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Afbóka ferðir eftir spádóm í teiknimyndasögu um gríðarlegar hamfarir

Afbóka ferðir eftir spádóm í teiknimyndasögu um gríðarlegar hamfarir