fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Pressan

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 23. apríl 2024 18:30

Elon Musk er að eiga stormasama daga

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áströlsk yfirvöld hafa bannað samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, sem er í eigu Elon Musk að birta myndband af hnífaárás sem átti sér stað í kirkju í Sydney í síðustu viku.

Elon Musk segir að áströlsk yfirvöld stundi ritskoðun en forsætisráðherra Ástralíu, Anthony Albanese, segir að Musk sé „hrokafullur milljarðamæringur.“

Ástralska stofnunin eSafety Commission ákvað á dögunum að takmarka aðgang fólks að myndbandinu á samfélagsmiðlum. Albanese segir að langflest samfélagsmiðlafyrirtæki hafi orðið við beiðni ástralskra yfirvalda um að loka fyrir myndbandið en það hafi X ekki gert.

Var því brugðið á það ráð að fá lögbann á myndbandið sem gekk eftir og er það í gildi til miðvikudags. Þegar það rennur út verður reynt að fá það bannað varanlega.

Musk brást við á X með færslu þar sem hann þakkaði ástralska forsætisráðherranum fyrir að undirstrika það að X væri eini samfélagsmiðillinn sem segði sannleikann.

Alabanese brást við ummælum Musks í sjónvarpsviðtali þegar hann sagði meðal annars:

„Við reynum að gera það sem nauðsynlegt er til að eiga við þennan hrokafulla milljarðamæring sem telur sig hafinn yfir lög og siðferði. Það að hann sé reiðubúinn að fara fyrir dómstóla til að fá að sýna ofbeldisfullt myndband sýnir vel hversu taktlaus Elon Musk er.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri