fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Pressan

Ömurlegt að missa auga: „Ég er miður mín alla daga út af því“

Pressan
Mánudaginn 15. apríl 2024 13:30

Salman Rushdie með eiginkonu sinni, Rachel Eliza Griffiths. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rithöfundurinn Salman Rushdie segist hafa óttast að hans síðasta stund væri runnin upp þegar hnífamaður réðst á hann í New York sumarið 2022. Rushdie var stunginn nokkrum sinnum, meðal annars í höfuð, en komst lífs af.

Hann ræddi atvikið í viðtali við breska ríkisútvarpið, BBC, um helgina en Rushdie missti hægra augað í árásinni. Árásarmaðurinn, hinn 24 ára Hadi Matar, var yfirbugaður eftir árásina.

Rushdie hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarna áratugi, eða allt frá því að bókin Söngvar Satans kom út árið 1988. Bókin olli miklu fjaðrafoki vegna þeirrar myndar sem dregin var upp af Múhameð spámanni og var Rushdie til að mynda dæmdur til dauða af æðstaklerki Írans fyrir bókina.

„Ég man að ég hélt ég væri að deyja. Sem betur fer hafði ég rangt fyrir mér,“ segir Rushdie í viðtalinu við BBC en tilefni viðtalsins er útgáfa bókarinnar Knife þar sem hann fjallar meðal annars um árásina og afleiðingar hennar.

Hann rifjar upp að árásarmaðurinn hafi sprett að honum og ráðist fyrirvaralaust á hann. Alls var Rushdie stunginn 12 sinnum en árásin varði í um 27 sekúndur í það heila.

„Ég hefði ekki getað barist gegn honum. Ég hefði ekki getað hlaupið burt,“ segir hann.

Rushdie var fluttur alvarlega slasaður á sjúkrahús þar sem hann dvaldi í sex vikur eftir árásina. Árásin hafði óafturkræfar afleiðingar í för með sér; hann missti auga og þá sködduðust taugar í annarri hönd hans.

„Það er ömurlegt að hafa misst auga og ég er miður mín alla daga út af því,“ segir hann en kveðst þó heppinn að hafa sloppið við alvarlegri áverka eins og heilaskaða.

Í viðtalinu segist hann oftsinnis hafa hugsað að eitthvað þessu líkt myndi gerast: Að einhver úr stórum hópi áhorfenda myndi ráðast á hann og reyna að drepa hann.

Hann kveðst hafa fengið fyrirboða um árásina í gegnum draum tveimur dögum fyrir viðburðinn. Í kjölfarið hafi hann verið tvístígandi um það hvort hann ætti að halda umræddan fyrirlestur. „Svo hugsaði ég með mér, þú veist, þetta er bara draumur. Og þar að auki er verið að borga mér vel fyrir fyrirlesturinn og fullt af fólki er búið að kaupa miða. Ég ætti að fara.“

Rushdie hefur ekki hitt árásarmann sinn eftir árásina en mun að líkindum gera það þegar réttarhöld hefjast yfir honum, líklega með haustinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

United horfir til Mbeumo
Pressan
Í gær

Fundu fjársjóð en enduðu í grjótinu

Fundu fjársjóð en enduðu í grjótinu
Pressan
Í gær

Hvað sérð þú fyrst á myndinni? Svarið segir mikið um þig

Hvað sérð þú fyrst á myndinni? Svarið segir mikið um þig
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta er hinn fullkomni tími til að vakna á morgnana – Breytist með aldrinum

Þetta er hinn fullkomni tími til að vakna á morgnana – Breytist með aldrinum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ef þú ert í þessum blóðflokki er líklegra að þú haldir þér unglegum/legri árum saman

Ef þú ert í þessum blóðflokki er líklegra að þú haldir þér unglegum/legri árum saman
Pressan
Fyrir 3 dögum

Andvaka Elon Musk hellti úr skálum reiði sinnar yfir Wall Street Journal

Andvaka Elon Musk hellti úr skálum reiði sinnar yfir Wall Street Journal
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi hermaður var tekinn af lífi í gær

Fyrrverandi hermaður var tekinn af lífi í gær
Pressan
Fyrir 4 dögum

Staðfesti ævilangt fangelsi yfir foreldrum sem myrtu dóttur sína

Staðfesti ævilangt fangelsi yfir foreldrum sem myrtu dóttur sína
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún var 9 ára þegar henni var rænt – Morðið sem bjargaði hundruðum barna frá því að hljóta hræðileg örlög

Hún var 9 ára þegar henni var rænt – Morðið sem bjargaði hundruðum barna frá því að hljóta hræðileg örlög