fbpx
Þriðjudagur 05.ágúst 2025
Pressan

Ákærður fyrir að myrða unglingsdreng með 140 hnífsstungum

Ritstjórn Pressunnar
Mánudaginn 18. mars 2024 16:30

Säveån í Svíþjóð. Henrik Myllykoski fannst látinn í nágrenni hennar, með 140 stungusár. Mynd: Wikimedia Commons-Björn Reilund

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Svíþjóð hefur 16 ára piltur verið ákærður fyrir morð á hinum 15 ára Henrik Myllykoski sem var myrtur í október 2023. Er hann sagður hafa verið stunginn 140 sinnum en hinn ákærði ber við sjálfsvörn. Átti morðið sér stað í bænum Alingsås í suðurhluta landsins.

Aftonbladet fjallar um málið og þar kemur fram að morðið hafi fengið mjög á íbúa bæjarins.

Hinn ákærði játar að hafa beitt ofbeldi en segist ekki hafa myrt Henrik að yfilögðu ráði heldur beitt neyðarvörn þar sem hann hafi óttast að Henrik væri vopnaður hnífi.

Hinn ákærði hefur verið skoðaður af geðlækni og samkvæmt niðurstöðum hans er talið að pilturinn hafi verið haldinn alvarlegum andlegum veikindum bæði þegar morðið var framið og á meðan rannsókn þess stóð yfir.

Lýst var eftir Henrik í byrjun október á síðasta ári en hann fannst 6 dögum síðar við ánna Säveån. Talið er að hann hafi verið myrtur að kvöldi dagsins sem lýst var eftir honum.

Rannsóknin hefur leitt í ljós að Henrik og hinn ákærði þekktust og að þeir hittust á staðnum þar sem Henrik fannst látinn. Talið er þó að morðið hafi átt sér stað annars staðar og hinn ákærði  hafi flutt lík hans á umræddan stað. Brenndir hlutar af jakka sem hinn ákærði átti fundust nærri staðnum.

Í ákærunni kemur einnig fram að DNA úr Henrik og blóð úr honum hafi fundist á fötum og skóm í eigu hins ákærða. Ákæran er einnig sögð byggja á ítarlegri greiningu á farsímagögnum.

Þrír hnífar fundust í ánni.

Að sögn yfirmanns í lögreglunni á svæðinu var morðið íbúum bæjarins mikið áfall en ánægju veki að nú liggi ákæra fyrir í málinu.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Högg í maga Valsara
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þegar dýr sátu á sakamannabekknum – Svín hengd, rottur dæmdar og hanar brenndir á báli

Þegar dýr sátu á sakamannabekknum – Svín hengd, rottur dæmdar og hanar brenndir á báli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Umdeildur þingmaður snýr baki við Repúblikanaflokknum og furðar sig á vegferðinni – „Hvað í fjandanum kom fyrir?“

Umdeildur þingmaður snýr baki við Repúblikanaflokknum og furðar sig á vegferðinni – „Hvað í fjandanum kom fyrir?“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dýnur, kaffivélar og uppstoppað svínshöfuð – Ótrúlegustu hlutum er stolið frá lúxushótelum

Dýnur, kaffivélar og uppstoppað svínshöfuð – Ótrúlegustu hlutum er stolið frá lúxushótelum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna er mikilvægt að eyða leitarsögunni í Google

Þess vegna er mikilvægt að eyða leitarsögunni í Google
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Þetta er ákall um hjálp“ – Ítalskir bændur rukka ferðamenn fyrir göngu um vinsælan stíg

„Þetta er ákall um hjálp“ – Ítalskir bændur rukka ferðamenn fyrir göngu um vinsælan stíg
Pressan
Fyrir 5 dögum

Mánaðarlangri leit að höfði Julian lokið – Raunveruleikastjarna ákærð fyrir hrottalegt morð

Mánaðarlangri leit að höfði Julian lokið – Raunveruleikastjarna ákærð fyrir hrottalegt morð