fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

ISIS liðar handteknir í Svíþjóð

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 8. mars 2024 22:30

Sænskir lögreglumenn við störf. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sænskir fjölmiðlar hafa í dag og í gær fjallað um lögregluaðgerð í Stokkhólmi og nágrenni sem framkvæmd var í gær en þá voru fjórir einstaklingar handteknir vegna gruns um að þeir væru að undirbúa að fremja hryðjuverk. Sænska leyniþjónustan Säpo hefur staðfest að umræddir einstaklingar hafi tengsl við hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki, ISIS, eða nánar tiltekið þann hluta samtakanna sem hefur miðstöð sína í Sómalíu.

Í fréttum sænska ríkissjónvarpsins SVT sagði Fredrik Hallström aðgerðastjóri Säpo að tekist hefði að staðfesta að viðkomandi tengdust ISIS í Sómalíu.

Einstaklingarnir voru handteknir á nokkrum mismunandi stöðum.

Heimildir SVT herma að tveir þeirra séu karlmenn á þrítugsaldri sem hafi komist oft í kast við lögin og hafi dóma á bakinu í Svíþjóð.

Mennirnir hafa einnig verið reglulegir gestir í byggingu sem tilheyrir íslömsku félagi en ekki er gerð nánari grein fyrir starfsemi félagsins í frétt SVT. Umrædd bygging var ein þeirra sem lögreglan réðst til inngöngu í í lögregluaðgerðunum í gær.

Fredrik Hallström segir ekki óalgengt að menn sem séu hluti af ofbeldisfullum öfgasamtökum eins og ISIS fremji ýmsa glæpi. Það geti verið til framfærslu eða til að fjármagna hryðjuverkasamtök erlendis. Dæmi séu um að slíkir einstaklingar hafi tengsl við skipulagða glæpastarfsemi.

Hann segir handtökurnar í Svíþjóð ekki tengjast handtökum í Belgíu fyrr í vikunni þegar nokkrir einstaklingar voru handteknir vegna gruns um að vera að undirbúa hryðjuverk. Aðgerðin í gær hafi ekki tengst öðru en fyrirhugaðri hryðjuverkaárás í Svíþjóð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni
Pressan
Fyrir 3 dögum

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli