fbpx
Föstudagur 17.október 2025
Pressan

Starfsfólkinu brá þegar það braut upp dyrnar að tveimur læstum herbergjum í háskólanum

Pressan
Sunnudaginn 3. mars 2024 22:00

Stellenbosch háskólinn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Starfsfólki Stellenbosch háskólans í Suður-Afríku brá mjög þegar það fylgdi eftir ábendingu og braut upp dyr að tveimur herbergjum á heimavistinni fyrir karla á háskólasvæðinu en hún heitir Wilgenhof.

Í herbergjunum var mikið rusl, þar á meðal notaðir smokkar og annað. Innan um ruslið fann starfsfólkið sönnunargögn um að áratugum saman og hugsanlega í rúmlega heila öld hafi sjálfskipuð aganefnd, sem aðhyllist nasisma, hrellt nemendur í háskólanum. Stóð nefndin fyrir undarlegum inntökuathöfnum og refsingum og fór þetta allt fram í þessum tveimur herbergjum.

Í herbergjunum var talan 88 áberandi og á mörgum stöðum. Þessi tala er þekkt tákn hvítra kynþáttahatara og nýnasista. 8 stendur fyrir áttunda bókstafinn í stafrófinu, H, og 88 er leyniorð fyrir „Heil Hitler“.

88 er þekkt merki meðal nýnasista.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Háskólinn í Stellenbosch, sem er stærsta borgin í samnefndu vínhéraði, er þekkt sem höfuðvígi og útungarstaður hvítra þjóðernissinna. Hér var aðskilnaðarstefnan, apartheid, sem veitti hvíta minnihlutanum völd til að stjórna landinu og þar með lituðum íbúum þess, þróuð. Frá 1919 til 1978 komu allir forsætisráðherrar landsins úr röðum fyrrum nemenda eða kennara við skólann.

Hluti af skólanum er í hverfi sem var skilgreint sem hvítt á tíma aðskilnaðarstefnunnar. Mörg þúsund litaðir íbúar voru neyddir til að flytja þaðan til að hægt væri að koma háskólanum upp þar.

Í hinni nýju og lýðræðislegu Suður-Afríku, þar sem hvítt fólk er um 7% landsmanna, er háskólinn í Stellenbosch af mörgum talinn vera aftarlega á merinni hvað varðar jafnræði kynþáttanna.

Hópmynd af félögum í leynireglunni.

 

 

 

 

 

 

 

Rúmlega 30.000 stúdentar stunda nám við skólann og er um helmingur þeirra hvítur. Skólinn þykir þó hafa fært sig nær jafnrétti kynþáttanna á síðustu árum. Margt litað fólk lítur á skólann sem leifar frá tíma aðskilnaðarstefnunnar og fréttin um leyniherbergin og helgiathafnir eru bein staðfesting á verstu grunsemdum þeirra.

Rannsóknarnefnd

Jótlandspósturinn segir að háskólinn hafi sett rannsóknarnefnd á laggirnar til að kafa ofan í málið. Hún á meðal annars rannsaka hvort starfsfólk skólans hafi vitað eða hylmt yfir þessi leynisamtök á heimavistinni. Þar hafa margir af hvítum framámönnum í viðskiptalífinu sem og fræðimenn búið og gætu því hugsanlega hafa verið félagar í samtökunum.

Það ætti ekki að reynast rannsóknarnefndinni erfitt að hafa upp á að minnsta kosti einhverjum af nemendunum því nákvæmar fundargerðir sem teygja sig langt aftur í tímann, og ljósmyndir sýna hvað gekk á og að vissu leyti hverjir tóku þátt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Mæðgur dóu eftir að hafa borðað afmælistertu – Lögregla vill handtaka manninn sem afhenti tertuna

Mæðgur dóu eftir að hafa borðað afmælistertu – Lögregla vill handtaka manninn sem afhenti tertuna
Pressan
Í gær

Tekinn af lífi eftir 20 ár á dauðadeild – Hélt fram sakleysi sínu allt til síðasta dags

Tekinn af lífi eftir 20 ár á dauðadeild – Hélt fram sakleysi sínu allt til síðasta dags
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump segist ekki viss um að hann komist inn í himnaríki

Trump segist ekki viss um að hann komist inn í himnaríki
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sauð upp úr þegar Trump hélt ræðu á ísraelska þinginu í morgun – Sjáðu myndbandið

Sauð upp úr þegar Trump hélt ræðu á ísraelska þinginu í morgun – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vilhjálmur klökkur í erfiðu samtali

Vilhjálmur klökkur í erfiðu samtali
Pressan
Fyrir 6 dögum

Veiktist illa eftir að hafa tekið sopa af víninu – Nú hefur eiginkonan verið handtekin

Veiktist illa eftir að hafa tekið sopa af víninu – Nú hefur eiginkonan verið handtekin