fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Pressan

Telja sig hafa fundið skýringuna á kórónuveiruharmleiknum í Bergamo

Pressan
Mánudaginn 18. september 2023 04:04

Hér sjást herflutningabílarnir á leið úr borginni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fyrsta ári heimsfaraldurs kórónuveirunnar bárust hörmungarfréttir frá Bergamo á Ítalíu. Þar þurfti að nota herflutningabíla til að flytja lík fólks, sem hafði látist af völdum COVID-19, úr borginni. Svo margir létust þar að líkbrennslur höfðu ekki undan.

Á aðeins einum mánuði létust 4.500 manns í Bergamo. Þegar faraldurinn var í hámarki lágu rúmlega 500 alvarlega veikir sjúklingar á sjúkrahúsinu í Bergamo, þar af margir á göngunum.

Skýringa hefur verið leitað á af hverju Bergamo-hérað var miðpunktur faraldursins á Ítalíu. Margt hefur verið skoðað í þessu sambandi, allt frá hreinlæti til þess hvernig fólk notar almenningssamgöngur.

En nú hafa þessir þættir verið hreinsaðir af öllum grun og sökudólgurinn virðist vera 50.000 ára gamlir atburðir. Rannsókn vísindamanna við Mario Negri stofnunina í Milano hefur leitt í ljós að íbúar á svæðinu bera margir hverjir gen úr Neanderdalsmönnum og það eru þau sem eru talin eiga sök á því hve illa fór í Bergamo.

Vísindamennirnir kynntu niðurstöðu rannsóknar sinnar nýlega á fréttamannafundi. Þar kom fram að rannsókn þeirra á 9.773 íbúum á svæðinu hafi leitt í ljós að skýringuna á þessum mikla fjölda dauðsfalla á svæðinu megi rekja til þriggja gena frá Neanderdalsmönnum en þau eru í litningi 3.

Eitt sinn veittu tvö af þessum genum Neanderdalsmönnum vernd gegn sýkingum en nú valda þau of sterkum ónæmisviðbrögðum sem gerir að verkum að þeir, sem eru með þessi gen, eru í hættu á að veikjast meira af völdum sjúkdóma en aðrir.

Þriðja genið gerir að verkum að hættan á að fá lungnabólgu er miklu meiri en hjá þeim sem eru ekki með þetta gen.

Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar þá gera þessi gen það að verkum að fólk, sem smitast af kórónuveirunni, er í tvöfalt meiri hættu á að veikjast alvarlega af COVID-19 en þeir sem eru ekki með þessi gen.

Líkurnar á að enda á gjörgæslu eru þrisvar sinnum meiri hjá þeim sem eru með þessi gen að því er kemur fram í rannsókninni.

Giuseppe Remuzzi, aðalhöfundur rannsóknarinnar, telur að þessi fornu gen geti hafa kostað eina milljón mannslífa á heimsvísu hjá fólki án annarra áhættuþátta. Þetta þýðir að niðurstöður rannsóknarinnar eiga ekki aðeins við um Bergamo.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Andrew fyrrum Bretaprins fékk vændiskonur í Buckinghamhöll – Og mamma hans hylmdi yfir það

Andrew fyrrum Bretaprins fékk vændiskonur í Buckinghamhöll – Og mamma hans hylmdi yfir það
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Systir mín er ómerkileg og gefur börnunum mínum hræðilegar gjafir“

„Systir mín er ómerkileg og gefur börnunum mínum hræðilegar gjafir“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sagðist alls ekki vilja hitta Chris Hansen – Gettu hver kom til dyra

Sagðist alls ekki vilja hitta Chris Hansen – Gettu hver kom til dyra
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sinnti gæslu á skólaballi dóttur sinnar – hefur nú verið handtekin og á yfir höfði sér 60 ára fangelsi

Sinnti gæslu á skólaballi dóttur sinnar – hefur nú verið handtekin og á yfir höfði sér 60 ára fangelsi