fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Gekk inn á lögreglustöð og játaði á sig 44 ára gamalt morð

Pressan
Laugardaginn 16. september 2023 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á dögunum gekk hinn 69 ára gamli John Michael Irmer inn á lögreglustöð í Portland í Oregon-fylki í heldur óvenjulegum erindagjörðum. Hann játaði á sig hrottalegan glæp sem hafði verið óleystur í 44 ár.

Irmer játaði fyrir undrandi lögreglumönnum að hann bæri ábyrgð á hrottalegri nauðgun og morði á hinni 24  ára gömlu Susan Marcia Rose árið 1979.

Annar maður ákærður fyrir glæpinn

Irmer sagðist hafa hitt Susan á skautasvelli í Boston í kringum Hrekkjavöku árið 1979 og þau náð vel saman. Að endingu gengu þau saman á brott og Irmer kvaðst hafa leitt Susan inn í heimili við Beacon stræti, sem var mannlaust vegna framkvæmda. Þar hafi hann slegið Susan með hamri í höfuðið. nauðgað henni og skilið hana eftir í blóði sínu. Daginn eftir hafi hann svo flúið til New York.  Susan höfuðkúpubrotnaði og hlaut áverka á heila eftir árásina og lést af sárum sínum.

Morðið vakti talsverða athygli á sínum tíma og fór svo að annar maður var handtekinn og ákærður fyrir glæpinn. Sá var hins vegar sýknaður eftir umfangsmikil réttarhöld árið 1981.

Eins og gefur að skilja hóf lögregla þegar rannsókn á málinu og þannig vildi til að í geymslum lögreglu voru enn til sýni af erfðaefni hins meinta morðingja. Þessi sýni voru þegar borin saman við sýni frá Irmer og reyndust þau vera úr sama manninum.

Hafði gengið laus í áratug

Irmer þegar verið ákærður fyrir glæp sinn og situr hann nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Ráðgert er að hann muni svara til saka þann 17. október næstkomandi.

Það er þó ekki svo að öldungurinn hafi verið með hreina samvisku. CBS greinir frá því að Irmer hafi setið inni í þrjá áratugi fyrir morð í Kaliforníuríki. Hann hafi lokið afplánunin fyrir um áratug síðan og getað um frjálst höfuðið strokið allt þar til hann gekk inn á lögreglustöðina í Portland og játaði á sig hinn óleysta glæp.

Þá hefur komið fram að þetta hafi ekki verið eina morðið sem Irmer játaði á sig. Ekki hefur enn verið gefið upp um hvaða önnur mál er að ræða en þau eru sögð í rannsókn.

Irmer hefur ekki látið uppi um hvað varð til þess að hann ákvað að gefa sig fram. Samvi

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta
Pressan
Í gær

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði