fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
Pressan

Góðgerðarkassi reyndist innihalda ógnvænlegan hlut – „Þetta er óvenjulegt“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 11. september 2023 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Starfsmanni hjá Goodwill í Arizona í Bandaríkjunum brá í brún þegar hann opnaði kassa sem borist hafði til fyrirtækisins, en Goodwill má líkja við Góða hirðinn hérlendis, þar sem fólk gefur ýmsa muni sem það hefur ekki lengur þörf fyrir.

Í kassanum sem kom til Goodwill síðastliðinn þriðjudag var höfuðkúpa með fölsku auga. Starfsmenn hringdu á lögregluna sem brást skjótt við  og hafa fyrstu niðurstöður réttarlæknis staðfest að höfuðkúpan er af manni. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni fannst höfuðkúpan við yfirferð kassa inn á lager og var kassinn ekki kominn inn á sölugólf verslunarinnar. 

Talið er að kassinn sem höfuðkúpan kom í hafi verið gefinn síðastliðna helgi. Lögreglumenn sem brugðust við útkallinu voru sammála um það á vettvangi að höfuðkúpan væri af einstaklingi og var hún síðan flutt til rannsóknarstofu Maricopa-sýslu til frekara mats. 

„Fyrstu niðurstöður læknisins staðfesta“ að höfuðkúpan tilheyrði manni og að hún „virðist vera gömul,“ segir í tilkynningu lögreglunnar. Ekki er talið að neitt saknæmt hafi átt sér stað og höfuðkúpan mun ekki hafa neitt réttarfræðilegt gildi.

Rannsókn á höfuðkúpunni stendur yfir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Allt fór á hliðina þegar X byrjaði að sýna staðsetningu notenda – Er bandarísk stjórnmálaumræða uppfull af erlendum nettröllum?

Allt fór á hliðina þegar X byrjaði að sýna staðsetningu notenda – Er bandarísk stjórnmálaumræða uppfull af erlendum nettröllum?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Sjúklegt athæfi móður – Giftist börnum sínum – Hvernig var það hægt?

Sakamál: Sjúklegt athæfi móður – Giftist börnum sínum – Hvernig var það hægt?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hataðasta par Bandaríkjanna: Skelltu sér í frí til Mexíkó yfir jólin en skildu ungar dætur sínar eftir einar heima

Hataðasta par Bandaríkjanna: Skelltu sér í frí til Mexíkó yfir jólin en skildu ungar dætur sínar eftir einar heima
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“