fbpx
Föstudagur 26.september 2025
Pressan

Ráðist á mann sem hefur staðið fyrir mörgum Kóranbrennum

Pressan
Mánudaginn 21. ágúst 2023 15:03

Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint/Wikimedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ráðist var fyrr í dag á Salwan Momika sem vakið hefur þjóðarathygli í Svíþjóð að undanförnu fyrir að brenna í þó nokkur skipti eintök af Kóraninum, heilagasta riti íslam. Momika er frá Írak og hefur sem stendur stöðu flóttamanns í Svíþjóð, hann segist vilja að Kóraninn verði bannaður í landinu.

Ráðist var á Momika í borginni Södertälje, suður af Stokkhólmi. Árásarmaðurinn var klæddur í boxhanska og á myndböndum sem náðust af atvikinu og dreift var á samfélagsmiðlum má heyra árásarmanninn ávarpa og örgra Momika á arabísku og slá síðan og sparka í hann.

Momika varðist í fyrstu höggum mannsins með því að lyfta handleggjunum en náði að krækja sér í skilti af götunni og á myndböndunum má sjá hann sveifla skiltinu í átt að árásarmanninum sem á endanum flúði af vettvangi.

Árásin var tilkynnt til lögreglu en enginn hefur verið handtekinn grunaður um hana. Lögreglan hefur ekki staðfest að Momika hafi verið þolandi árásarinnar en segir málið vera í rannsókn.

Það var SVT sem greindi frá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Óhugnanlegt myndband sýnir þegar hótelgestir áttu fótum sínum fjör að launa

Óhugnanlegt myndband sýnir þegar hótelgestir áttu fótum sínum fjör að launa
Pressan
Í gær

Hvíta húsið telur að slökkt hafi verið á rúllustiganum viljandi – Sjáðu myndbandið

Hvíta húsið telur að slökkt hafi verið á rúllustiganum viljandi – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bókaði sér líknardráp svo hann gæti notið lífsins – „Ég hef aldrei óttast dauðann. Ég óttast að hafa engin lífsgæði“

Bókaði sér líknardráp svo hann gæti notið lífsins – „Ég hef aldrei óttast dauðann. Ég óttast að hafa engin lífsgæði“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Opnar sig um fóstureyðingu, hvernig Elvis „þvingaði“ sig upp á hana og hvers vegna hún treysti aldrei Michael Jackson

Opnar sig um fóstureyðingu, hvernig Elvis „þvingaði“ sig upp á hana og hvers vegna hún treysti aldrei Michael Jackson
Pressan
Fyrir 3 dögum

Spjallmenni taldi sig vera að ræða við barn og sagði því að myrða föður sinn og skera undan sér

Spjallmenni taldi sig vera að ræða við barn og sagði því að myrða föður sinn og skera undan sér
Pressan
Fyrir 4 dögum

Harmleikur í Þýskalandi þegar ökumaður og tvö börn brunnu inni í Teslu

Harmleikur í Þýskalandi þegar ökumaður og tvö börn brunnu inni í Teslu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Berserksgangur á bókasafninu – Skemmdarverk í skóla kosta 6 milljónir

Berserksgangur á bókasafninu – Skemmdarverk í skóla kosta 6 milljónir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gefur í skyn að fjölskyldan ætli að flytja aftur til Bretlands

Gefur í skyn að fjölskyldan ætli að flytja aftur til Bretlands