fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Pressan

Græddu vænar upphæðir á Titan-slysinu

Jakob Snævar Ólafsson
Miðvikudaginn 5. júlí 2023 13:30

Þeir sem létust um borð í Titan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Daily Mail greinir frá því í dag að einstaklingar sem fjölmiðillinn kallar sjúka hafi veðjað samtals um 300.000 Bandaríkjadollurum ( rúmlega 41 milljón íslenskra króna) á hvort kafbáturinn Titan, sem fórst fyrir skömmu í Norður-Atlantshafi, myndi nokkurn tímann finnast og hvort þeir sem voru um borð myndu lifa af.

Meðal veðmála sem boðið var upp á var hvort Titan myndi finnast fyrir 23. júní, samband rofnaði við kafbátinn 18. júní, en þann dag áttu súrefnisbirgðirnar að klárast. Margir veðjuðu á að Titan myndi ekki finnast fyrir þennan tíma.

Þann 23. júní fannst brak úr Titan og í ljós kom á endanum, þegar meira af bátnum fannst, að hann hafði fallið saman og allir fimm mennirnir sem voru um borð hefðu látið lífið. Hinir látnu hétu Shahzada Dawood (48 ára), sonur hans Sulemann Dawood (19 ára), Hamish Harding (58 ára), Stockton Rush (61 árs) og Paul-Henri Nargeolot (77 ára).

Þeir sem veðjuðu á að Titan myndi ekki finnast fyrir 23. júní græddu því þúsundir dollara. Veðmálin fóru fram í gegnum vefsíðuna Polymarket.com sem býður viðskiptavinum að veðja á allt milli himins og jarðar en öll viðskipti við síðuna fara fram með rafmyntum.

Vefsíðan bauð upp á veðmál um Titan-slysið en tekið var fram að litið væri svo á að það þyrfti ekki að ná Titan upp úr hafinu til að hann teldist vera fundinn það væri hins vegar ekki nægilegt að brot úr bátnum myndu finnast.

Einn einstaklingur græddi 8.000 dollara (rúmlega 1,1 milljón íslenskra króna) á því að veðja á að allir sem voru um borð myndu láta lífið.

Annar aðili, sem græddi 3.250 dollara (tæplega 445.000 íslenskar krónur) varði gjörðir sínar með því að segja að kapítalisminn eins og hann leggur sig væri ósiðlegur.

Þeir sem tóku þátt í veðmálunum hafa verið harðlega gagnrýndir á samfélagsmiðlum. Einn notandi sagði það hreinræktaða sturlun að græða peninga á því hvort fólk deyr eða ekki.

Áður en Titan fannst lýsti Polymarket því yfir að fjölskyldur þeirra sem um borð voru hafi getað notað síðuna til að fylgjast með hverjar líkurnar á því væru að kafbáturinn myndi finnast og að líkurnar væru settar fram á algjörlega óhlutdrægan hátt. Þetta sagði Polymarket vera miklu dýrmætari þjónustu við fjölskyldurnar en æsifréttaflutningur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað