fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Pressan

Segir maðk í mysu Pútíns – Fundur hafi verið sviðsettur til að leyna örlögum Prigozhin í kjölfar uppreisnarinnar

Pressan
Fimmtudaginn 13. júlí 2023 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski hershöfðinginn Robert Abrams, sem nú er á eftirlaunum, telur maðk í mysu Vladimír Pútíns Rússlandsforseta í eftirmála uppreisnar Wagner-hópsins. Talsmaður Pútíns greindi frá því að forsetinn hafi fundað með Wagner-hópnum, þar á meðal foringja hópsins Yevgený Prigozhin, nokkrum dögum eftir meintu uppreisnina.

Það var þann 23. júní sem Wagner málaliðar marseruðu í átt að höfuðborg Rússlands á meðan leiðtogi þeirra birti fremur manísk myndbönd á samfélagsmiðlum þar sem hann sagði óstjórn ríkja í varnarmálum Rússlands og það þyrfti að skoða þaðan út spillingunni. Ekki stóð uppreisnin lengi yfir, því þegar stefndi í átök milli rússneska hersins og Wagners-hópsins, þá féll Prigozhin frá sókn sinni og sneri hópnum við, með vísan til þess að það hafi aldrei vakað fyrir honum að úthella blóði. Áður en til þess kom hafði Pútín þó ávarpað þjóð sína og kallað aðgerðir Wagner hópsins landráð.

Robert Abrams er ekki tilbúinn að kaupa það að Pútín hafi innan við viku eftir þennan örlagaríka dag, fundað með Prigozhin eins og ekkert væri eðlilegra. Á þessum meinta fundi mun Prigozhin hafa fullvissað forsetann um hollustu sína og lofað því að Wagner hópurinn væri reiðubúinn að halda áfram að berjast fyrir hagsmunum Rússlands. Robert var spurður út í þennan fund og þá svaraði hann:

„Í fyrsta lagi kæmi mér á óvart ef við fengjum í alvöru að sjá sönnun þess að Prigozhin sé á lífi og að Pútín hafi hitt hann, ég held að þetta hafi verið sviðsett. Og mitt mat er það að við getum efast um að sjá Prigozhin nokkurn tímann aftur opinberlega. Ég hugsa að honum verði annað hvort komið í felur, sendur í fangelsi eða tekist verður á við hann með öðrum hætti, en ég efast um að við sjáum hann aftur.“

Robert sagðist sjálfur telja að Prigozhin sé látinn, ef svo ólíklega vildi til að sú ályktun væri röng þá sé ljóst að Prigozhin sé nú þegar í haldi rússneskra yfirvalda og þaðan verði honum ekki sleppt.

Það var forseti Hvíta-Rússlands, Alexander Lukashenki, sem miðlaði sáttum milli rússneskra yfirvalda og Wagner-hópsins. Því samþykkti hópurinn að draga sig úr Rússlandi og halda yfir í örugga útlegð í Hvíta-Rússlandi. Lukashenko greindi frá því í byrjun þessa mánaðar að hvorki Prigozhin né málaliðar hans væru komnir til landsins og eftir áðurnefndan fund við forsetann sé ólíklegt að þeir komi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Víetnömskum veitingastað lokað eftir að hundakjöt fannst í frystinum

Víetnömskum veitingastað lokað eftir að hundakjöt fannst í frystinum
Pressan
Í gær

Eru hótelherbergi alltaf jafn hrein og fullyrt er? Hvað segja hótelstarfsmenn?

Eru hótelherbergi alltaf jafn hrein og fullyrt er? Hvað segja hótelstarfsmenn?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Foreldrarnir stunduðu báðir kynlíf með níðingnum sem nauðgaði dóttur þeirra

Foreldrarnir stunduðu báðir kynlíf með níðingnum sem nauðgaði dóttur þeirra
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ef þú ferð að heiman í nokkra daga, þá skaltu skilja ryksuguna eftir á áberandi stað

Ef þú ferð að heiman í nokkra daga, þá skaltu skilja ryksuguna eftir á áberandi stað
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þriggja ára barn braut borð á kaffihúsi – Móðirin segir að henni hafi verið haldið gegn vilja sínum þar til skemmdir voru greiddar

Þriggja ára barn braut borð á kaffihúsi – Móðirin segir að henni hafi verið haldið gegn vilja sínum þar til skemmdir voru greiddar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Köngulóarmaðurinn í Denver blekkti lögregluna mánuðum saman

Köngulóarmaðurinn í Denver blekkti lögregluna mánuðum saman
Pressan
Fyrir 3 dögum

3I/ATLAS stefnir hraðbyri í átt að jörðinni – Prófessor segir að við höfum 113 daga – „Gæti bjargað okkur eða útrýmt okkur“

3I/ATLAS stefnir hraðbyri í átt að jörðinni – Prófessor segir að við höfum 113 daga – „Gæti bjargað okkur eða útrýmt okkur“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íslandsvinur með „stærsta typpi í heimi“ handleggsbrotinn eftir að fermingarbróðirinn þvældist fyrir

Íslandsvinur með „stærsta typpi í heimi“ handleggsbrotinn eftir að fermingarbróðirinn þvældist fyrir