fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Pressan

Talaði við sjálfan sig og sagði sálfræðingi frá frábæru lífi sínu – Skjöl varpa ljósi á síðustu daga Jeffrey Epstein

Pressan
Mánudaginn 5. júní 2023 06:45

Jeffrey Epstein

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á níunda áratugnum birtist milljarðamæringurinn Jeffrey Epstein skyndilega á sjónarsviðinu. Á næstu áratugum lifði hann sannkölluðu lúxuslífi. Flaug með einkaþotu frá heimili sínu í New York til eyjunnar, sem hann átti í Karíbahafi, og dvaldi í öðrum lúxusfasteignum sínum. Hann umgekkst fólk úr elítunni og skemmti sér meðal annars með Bill og Hillary Clinton og Andrew Bretaprins.

En á sama tíma beitti hann barnungar stúlkur kynferðisofbeldi og seldi aðgang að líkama þeirra. Naut hann aðstoðar sambýliskonu sinnar, Ghislaine Maxwell, við þessi níðingsverk. Hún afplánar núna þungan dóm fyrir sinn þátt í níðingsverkunum.

En Epstein þarf ekki að afplána dóm fyrir níðingsverkin því hann svipti sig lífi fyrir fjórum árum þegar hann sat í gæsluvarðhaldi í fangelsi í New York. Nú varpa mörg þúsund skjöl ljósi á hvað gerðist á meðan hann sat í gæsluvarðhaldi.

Segja þau sögu um yfirfullt fangelsi og þunglyndan 66 ára auðkýfing sem átti allt annað en auðveld líf bak við lás og slá.

Samsæriskenningar

Epstein lést þann 10. ágúst 2019 í Manhattan Correctional Center. Hann sat í gæsluvarðhaldi, grunaður um mansal og kynferðisbrot gegn barnungum stúlkum.

Niðurstaða krufningar var að hann hefði tekið eigið líf en samt sem áður fór fjöldi samsæriskenninga á flug í kjölfar andlátsins og gengu þær flestar út á að hann hefði verið myrtur. Vinir hans úr elítunni hefðu verið hræddir við að hann hefði upplýsingar um þá sem hann myndi skýra frá og draga þá með sér niður í svaðið þegar réttað yrði yfir honum.

Skjölin

AP fréttastofan fékk nýlega aðgang að ýmsum skjölum varðandi mál Epstein, skjöl sem hafa verið hulin leyndarhjúp fram að þessu. Þau sýna að hann átti erfitt með að fóta sig í fangelsinu og að andlegu ástandi hans hafi hrakað með hverjum deginum.

Fram kemur að í upphafi fangelsisvistarinnar hafi hann verið ósáttur við að þurfa að vera í appelsínugulum galla og vildi fá brúnan í staðinn. Hann kvartaði einnig yfir að hann skyldi sæta meðhöndlun eins og „slæmur maður“. Hann fór fram á að fá að stunda líkamsrækt utandyra og að maturinn hans yrði meðhöndlaður í samræmi við Gyðingatrú.

En ástand hans var mun verra en þetta, andlegt ástand hans var mjög slæmt. Áður hefur komið fram að hann reyndi að svipta sig lífi mánuði áður en það tókst.

Í skjölunum kemur fram að hann hafi setið í horni fangaklefans með hendur fyrir eyrum og hafi „örvæntingarfullur reynt að útiloka hljóðin frá sírennsli í klósettinu“. Hann er sagður hafa talað við sjálfan sig og kallað sig „hugleysingja“, hann glímdi við svefnvandamál og var dapur.

Hann hélt því sjálfur fram að hann væri ekki í sjálfsvígshættu en þetta sagði hann fangelsissálfræðingi. Hann sagði honum að líf sitt væri „frábært“ og að það „væri klikkun“ að taka eigið líf. En hann sætti sólarhringsgæslu því talið var að hann væri líklegur til að taka eigið líf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 22 klukkutímum

Þú mátt (og átt) að borða steinana úr vatnsmelónum

Þú mátt (og átt) að borða steinana úr vatnsmelónum
Pressan
Í gær

Er í lagi að drekka gos með sætuefnum? – Vísindamaður er ekki í neinum vafa

Er í lagi að drekka gos með sætuefnum? – Vísindamaður er ekki í neinum vafa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heitasti ágústdagur sögunnar í Phoenix í gær

Heitasti ágústdagur sögunnar í Phoenix í gær
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fannst sundurhlutaður í kjallara – Unnustan og móðirin hafa játað morðið

Fannst sundurhlutaður í kjallara – Unnustan og móðirin hafa játað morðið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Móðir grínaðist með að kyrkja börnin sín rétt eftir að hún hafði myrt þau

Móðir grínaðist með að kyrkja börnin sín rétt eftir að hún hafði myrt þau
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þekktur vísindamaður hengdur fyrir njósnir

Þekktur vísindamaður hengdur fyrir njósnir