fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Pressan

Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna segir skort á samskiptum við Kína geta valdið alvarlegum atvikum

Jakob Snævar Ólafsson
Fimmtudaginn 1. júní 2023 18:00

Lloyd Austin. Mynd:AFP

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir skort á samskiptum við Kína geta orsakað atvik sem bæði ríkin geti fljótt misst stjórn á.

Í frétt CNN kemur fram að Austin hafi sagt á fréttamannafundi með varnarmálaráðherra Japan, Yasukazu Hamada, að það sé mikilvægt að ríki sem búi yfir miklum hernaðarmætti eigi í góðum samskiptum til að koma í veg fyrir atvik sem geti auðveldlega orðið óviðráðanleg.

Hann segir mikið áhyggjuefni að Kína skuli ögra Bandaríkjunum og bandamönnum þeirra með því að hafa afskipti af flugvélum og skipum á alþjóðlegum hafsvæðum og lofthelgi. Sagðisy ráðherrann fagna öllum tækifærum til að eiga í samskiptum við kínverska ráðamenn.

Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna segir að Kínverjar hafi hafnað því að Austin og varnarmálaráðherra Kína, Li Shangfu, myndu funda. Varnarmálaráðuneyti Kína kennir hins vegar Bandaríkjunum alfarið um þá spennu sem ríkir milli herafla ríkjanna.

Ummæli Austin bætast við þau sem Xi Jinping, forseti Kína, viðhafði nýlega um að æðstu embættismenn á sviði öryggismála ættu að vera viðbúnir hinu versta.

Sjá einnig: Forseti Kína segir yfirmönnum öryggismála að vera viðbúnir hinu versta

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Spjótin beinast að 16 ára stjúpbróður eftir að táningsstúlka fannst látin á skemmtiferðaskipi

Spjótin beinast að 16 ára stjúpbróður eftir að táningsstúlka fannst látin á skemmtiferðaskipi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rússar lokka úkraínsk ungmenni til að fremja voðaverk í eigin landi

Rússar lokka úkraínsk ungmenni til að fremja voðaverk í eigin landi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kennsl borin á 5 einstaklinga á þrítugsaldri sem létust í hörðum árekstri

Kennsl borin á 5 einstaklinga á þrítugsaldri sem létust í hörðum árekstri
Pressan
Fyrir 4 dögum

Alræmdur fjöldamorðingi gripinn sökum örlims síns – „Það er ekkert þarna!“

Alræmdur fjöldamorðingi gripinn sökum örlims síns – „Það er ekkert þarna!“