fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Pressan

Hálfnakinn forsetasonur rakst á Elísabetu II sem brást snilldarlega við

Pressan
Fimmtudaginn 18. maí 2023 22:50

Elísabet II.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elísabet II var þekkt fyrir góðan húmor og hnyttin tilsvör. Þetta kom berlega í ljós þegar hún heimsótti Hvíta húsið árið 1976 í borði Gerald Ford, forseta.

Ford hafði boðið henni í heimsókn í tilefni af 200 ára afmæli sjálfstæðisyfirlýsingarinnar.

Betty Ford, forsetafrú, rifjaði síðar upp vandræðalegt augnablik í þessari heimsókn drottningarinnar þegar hún ræddi við Washington Post.

Það var sonur forsetahjónanna, Jack, sem rakst á Elísabetu þegar hann var ekki fullklæddur.

Hún sagðist hafa verið mjög stressuð yfir að hitta drottninguna en hafi getað slakað aðeins á þegar hún og eiginmaður hennar voru að fylgja drottningunni og eiginmanni hennar um Hvíta húsið. Þau komu að lyftu einni og um leið opnuðust dyr hennar og Jack Ford, miðsonur forsetahjónanna, kom út úr henni í óhnepptri skyrtu og haldandi á skónum sínum.

Betty Ford hló þegar hún rifjaði þetta upp í viðtalinu og sagði: „Drottningin sagði: „Ó, hafðu ekki áhyggjur. Ég á einn svona heima.“ Og það á hún greinilega,“ sagði Betty Ford hlæjandi. „Raunar tvo, miðað við það sem ég hef lesið,“ bætti hún við.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Nauðguðu 18 ára ítalskri konu og létu kærastann hennar horfa á

Nauðguðu 18 ára ítalskri konu og létu kærastann hennar horfa á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varaforstjóri Campbell’s í vanda eftir að hljóðupptöku var lekið – „Hver kaupir þetta drasl?“

Varaforstjóri Campbell’s í vanda eftir að hljóðupptöku var lekið – „Hver kaupir þetta drasl?“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Allt fór á hliðina þegar X byrjaði að sýna staðsetningu notenda – Er bandarísk stjórnmálaumræða uppfull af erlendum nettröllum?

Allt fór á hliðina þegar X byrjaði að sýna staðsetningu notenda – Er bandarísk stjórnmálaumræða uppfull af erlendum nettröllum?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“