fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Pressan

Uppgötvuðu stærstu sprengingu sem vitað er um – 100 sinnum stærri en sólkerfið

Pressan
Miðvikudaginn 17. maí 2023 21:00

Sólin okkar er okkur mjög mikilvæg. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eldhnöttur, 100 sinnum stærri en sólkerfið okkar, sem skín tveimur milljörðum sinnum bjartar en sólin okkar. Þetta er ráðgáta sem stjörnufræðingar reyna nú að leysa.

Það var síðasta föstudag sem stjörnufræðingar skýrðu frá því að þeir hefðu uppgötvað eldhnött, sem er 100 sinnum stærri en jörðin og miklu bjartari en sólin okkar, í geimnum.

Þessi eldhnöttur hefur fengið nafnið AT20211lwx. Hann varð til við gríðarlega sprengingu, þá öflugustu sem stjörnufræðingar hafa orðið vitni að.

Eldhnötturinn byrjaði að brenna fyrir um þremur árum og það var tilviljun sem réði því að hann uppgötvaðist að sögn Philip Wiseman, stjarneðlisfræðings við háskólann í Southampton.

„Þetta er eitthvað sem við höfum aldrei séð áður og kom bara upp úr þurru,“ sagði hann.

Sprengingin átti sér ekki stað í næsta nágrenni jarðarinnar því hún varð í um 8 milljarða ljósára fjarlægð að því er segir í rannsókninni sem hefur verið birt í Monthly Notices of the Royal Astronomical Society.

Aldrei fyrr hafa ljósblossar sést í svona mikilli fjarlægð og segja stjörnufræðingar það sanna að hún hljóti að hafa verið gríðarlega öflug.

Líklegasta skýringin á henni er að gríðarlegt gasský, um 5.000 sinnum stærra en sólin, sé við það að hverfa inn í svarthol.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Salah snýr aftur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þeir sem heimsækja Bandaríkin þurfi að sýna samfélagsmiðlasögu sína fimm ár aftur í tímann

Þeir sem heimsækja Bandaríkin þurfi að sýna samfélagsmiðlasögu sína fimm ár aftur í tímann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Faðir ákærður eftir að 13 ára dóttir hans ók inn á skrifstofu – „Þetta leit út eins og sprenging“

Faðir ákærður eftir að 13 ára dóttir hans ók inn á skrifstofu – „Þetta leit út eins og sprenging“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Áhrifavaldur segir heimili sitt hafa orðið fyrir skotárás eftir hlaðvarpsþátt þar sem Charlie Kirk var sagður samkynhneigður

Áhrifavaldur segir heimili sitt hafa orðið fyrir skotárás eftir hlaðvarpsþátt þar sem Charlie Kirk var sagður samkynhneigður
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr
Pressan
Fyrir 6 dögum

Borgarstjórasonur í Vínarborg trúði röngum aðila fyrir upplýsingum um auðæfi fjölskyldunnar – Myrtur í hrottalegu ráni

Borgarstjórasonur í Vínarborg trúði röngum aðila fyrir upplýsingum um auðæfi fjölskyldunnar – Myrtur í hrottalegu ráni
Pressan
Fyrir 6 dögum

Skellti sér einn í bekkpressu og lét lífið í skelfilegu slysi

Skellti sér einn í bekkpressu og lét lífið í skelfilegu slysi