fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Pressan

Uppgötvuðu stærstu sprengingu sem vitað er um – 100 sinnum stærri en sólkerfið

Pressan
Miðvikudaginn 17. maí 2023 21:00

Sólin okkar er okkur mjög mikilvæg. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eldhnöttur, 100 sinnum stærri en sólkerfið okkar, sem skín tveimur milljörðum sinnum bjartar en sólin okkar. Þetta er ráðgáta sem stjörnufræðingar reyna nú að leysa.

Það var síðasta föstudag sem stjörnufræðingar skýrðu frá því að þeir hefðu uppgötvað eldhnött, sem er 100 sinnum stærri en jörðin og miklu bjartari en sólin okkar, í geimnum.

Þessi eldhnöttur hefur fengið nafnið AT20211lwx. Hann varð til við gríðarlega sprengingu, þá öflugustu sem stjörnufræðingar hafa orðið vitni að.

Eldhnötturinn byrjaði að brenna fyrir um þremur árum og það var tilviljun sem réði því að hann uppgötvaðist að sögn Philip Wiseman, stjarneðlisfræðings við háskólann í Southampton.

„Þetta er eitthvað sem við höfum aldrei séð áður og kom bara upp úr þurru,“ sagði hann.

Sprengingin átti sér ekki stað í næsta nágrenni jarðarinnar því hún varð í um 8 milljarða ljósára fjarlægð að því er segir í rannsókninni sem hefur verið birt í Monthly Notices of the Royal Astronomical Society.

Aldrei fyrr hafa ljósblossar sést í svona mikilli fjarlægð og segja stjörnufræðingar það sanna að hún hljóti að hafa verið gríðarlega öflug.

Líklegasta skýringin á henni er að gríðarlegt gasský, um 5.000 sinnum stærra en sólin, sé við það að hverfa inn í svarthol.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Facebook-nauðgarinn“ laut í lægra haldi fyrir Netflix

„Facebook-nauðgarinn“ laut í lægra haldi fyrir Netflix
Pressan
Fyrir 5 dögum

Morðið á Charlie Kirk: Telja sig hafa borið kennsl á sakborning

Morðið á Charlie Kirk: Telja sig hafa borið kennsl á sakborning
Pressan
Fyrir 5 dögum

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikurinn í Lissabon: Skipti um sæti við eiginmanninn rétt fyrir slysið

Harmleikurinn í Lissabon: Skipti um sæti við eiginmanninn rétt fyrir slysið
Pressan
Fyrir 6 dögum

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn