fbpx
Miðvikudagur 24.desember 2025
Pressan

Poppkorn er ofurfæða – Hollara en margt grænmeti og ávextir

Pressan
Sunnudaginn 26. mars 2023 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kjötbollur með poppkorni, poppkornsgratín eða poppkorn með mjólk í morgunmat. Hljómar kannski ekki lystugt en hugsanlega er þetta fæðusamsetning framtíðarinnar því nú hafa vísindamenn sýnt fram á að poppkorn inniheldur meira af hollum og gagnlegum andoxunarefnum en margt af því grænmeti og ávöxtum sem heilsufríkin ráðleggja okkur að borða.

Poppkorn er einfaldlega óunnið heilkorn og einn skammtur af því getur innihaldið 70 prósent af ráðlögðum dagskammti af heilkorni auk þess sem mikið er af andoxunarefnum í poppkorni að sögn Joe Vinson, prófessors, sem stýrði rannsókninni sem var gerð hjá University of Scranton.

Í maísbaununum er mjög mikið af pólýfenól en það kom vísindamönnunum mjög á óvart. Pólýfenól er einnig að finna í rauðvíni, humlum og ávöxtum en það er andoxunarefni sem getur lækkað magn kólestróls í blóði og einnig haldið aftur af sumum tegundum krabbameins.

Pólýfenól er einnig í ávöxtum en af því að ávextir eru að stórum hluta vökvi glatar pólýfenólið eiginleikum sínum. Maískorn, einnig poppuð, innihalda aðeins 4 prósent vatn og það gerir poppkorn að nýju ofurfæði að sögn Svenske Dagbladet. Mesta innihald pólýfenóls er í skelinni, þessari sem festist gjarnan í tönnum, en ekki hvíta hlutanum sem flestum finnast bestir.

En það er auðvitað ekki góð hugmynd að drekkja poppinu í salti, smjöri eða olíu, þá er hollustan fokin út í veður og vind.

Greinin var fyrst birt í DV í júlí 2018 og er nú endurbirt því sjaldan er góð vísa of oft kveðin!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Köttur sem týndist í fellibylnum Helene sameinaðist fjölskyldu sinni á undraverðan hátt eftir 443 dag – „Jólakraftaverk“

Köttur sem týndist í fellibylnum Helene sameinaðist fjölskyldu sinni á undraverðan hátt eftir 443 dag – „Jólakraftaverk“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona sá spákonan Baba Vanga fyrir sér árið 2026 – Stórtíðindi í nóvember?

Svona sá spákonan Baba Vanga fyrir sér árið 2026 – Stórtíðindi í nóvember?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þríeykið bar grímur og andlitsmálningu — Hófu skothríð í matvöruverslunum og drápu 28 manns

Þríeykið bar grímur og andlitsmálningu — Hófu skothríð í matvöruverslunum og drápu 28 manns
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir að margir ungir Bandaríkjamenn séu annaðhvort of feitir eða heimskir fyrir herinn

Segir að margir ungir Bandaríkjamenn séu annaðhvort of feitir eða heimskir fyrir herinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Enn einn fanginn tekinn af lífi í Bandaríkjunum

Enn einn fanginn tekinn af lífi í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hlógu þegar þeir óku viljandi aftan á reiðhjólamann – Dæmdir í vikunni og hlógu ekki þá

Hlógu þegar þeir óku viljandi aftan á reiðhjólamann – Dæmdir í vikunni og hlógu ekki þá
Pressan
Fyrir 5 dögum

25 ár frá dauða Kirsty MacColl: Fyrrverandi eiginmaður sakar milljarðamæring um yfirhylmingu

25 ár frá dauða Kirsty MacColl: Fyrrverandi eiginmaður sakar milljarðamæring um yfirhylmingu