fbpx
Þriðjudagur 21.október 2025
Pressan

Dularfullt mannshvarf skekur Þýskaland – Kasólétt kona hvarf og síminn hennar fannst á Ítalíu

Pressan
Mánudaginn 6. febrúar 2023 21:55

Alexandra. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þýska lögreglan leggur nú dag við nótt við rannsókna á hvarfi Alexandra, 39 ára, sem hvarf á dularfullan hátt skömmu fyrir jól. Það hefur ekki gert málið minna dularfullt að farsími hennar fannst límdur við flutningabíl á bílastæði á Ítalíu.

Hvar ertu Alexandra? Þetta er spurningin sem þýska lögreglan reynir að fá svar við en hefur lítið orðið ágengt á þeim tæpu tveimur mánuðum sem eru liðnir síðan Alexandra hvarf. Hún var á ferð í Nürnberg í BMW bifreið sinni þegar hún hvarf. Stern og Bild Zeitung skýra frá þessu auk fjölda annarra þýskra fjölmiðla.

Ættingjar Alexandra hafa sagt blaðamönnum að þeir telji að hún sé á lífi.

En sérstakt rannsóknarteymi lögreglunnar, sem telur 27 lögreglumenn, telur hins vegar að Alexandra sé látin. Er unnið út frá þeirri kenningu að óþekktur aðili hafi myrt hana og losað sig við líkið.

Alexandra var kasólétt þegar hún hvarf og hefði sonur hennar átt að koma í heiminn um síðustu helgi ef hún er á lífi.

Það hefur flækt málið enn frekar að í síðustu viku fann flutningabílstjóri farsíma hennar límdan við bíl sinn. Þetta gerðist þegar bílstjórinn var á bílastæði nærri Bologna sem er um 700 km suðaustan við leikskólann í Schwabach, sem er úthverfi Nürnberg, þar sem Alexandra skilaði fósturbarni af sér að morgni 9. desember. Þá var klukkan 08.20.

Barnið var ekki sótt síðdegis eins og rætt hafði verið um. Rúmlega átta klukkustundum síðar tilkynnti nýi unnusti Alexandra um hvarf hennar.

Litlar upplýsingar liggja fyrir í málinu annað en að ótti og óöryggi sækja að ættingjum hennar.

Lögreglunni hefur ekki orðið mikið ágengt við að kortleggja ferðir Alexandra og það hefur auðvitað ekki farið fram hjá fjölmiðlum eða þýskum almenningi.

Lögreglan hefur sagt að tveir ákveðnir aðilar séu grunaðir um aðild að málinu en engin hefur verið handtekinn vegna málsins né kærður.

BMW bíll Alexandra fannst fyrir framan heimili hennar. Ekki er vitað hvort hún lagði honum þar. Skilríki hennar fundust í bílnum auk greiðslukorta og fæðingarorlofsskilríkja. En farsími hennar var ekki í bílnum.

Bild am Sonntag hefur eftir heimildarmanni að vinir Alexandra hafi hringt í síma hennar í sí og æ og að á endanum hafi fyrrnefndur flutningabílstjóri svarað. Hann var sofandi í bílnum þegar hann heyrði símann hringja og fann hann límdan við flutningabílinn.

Lögreglan hefur tekið marga bíla til rannsóknar, snúið lagerhúsnæði í Nürnberg við og grafið þar, kafarar hafa leitað í Main-Donau-skurðinum og sporhundar hafa leitað að Alexandra.

Fyrrum unnusti Alexandra hefur verið yfirheyrður en samband þeirra varði í 15 ár en lauk á síðasta ári. Nauðungaruppboð og fjárhagsdeilur þeirra hafa verið til rannsóknar hjá lögreglunni en það hefur ekki komið henni nær því að leysa málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Tveggja barna faðir fann jónu í vinnunni – Tveimur tímum síðar var hann látinn

Tveggja barna faðir fann jónu í vinnunni – Tveimur tímum síðar var hann látinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

UFC-goðsögnin talin glíma við óvenjulegan geðsjúkdóm eftir að hafa ítrekað ráðist á móður sína

UFC-goðsögnin talin glíma við óvenjulegan geðsjúkdóm eftir að hafa ítrekað ráðist á móður sína
Pressan
Fyrir 5 dögum

Móðir sótti ekki soninn til barnapíunnar – Áratugum seinna voru borin kennsl á hana

Móðir sótti ekki soninn til barnapíunnar – Áratugum seinna voru borin kennsl á hana
Pressan
Fyrir 5 dögum

Járnfrúin sögð hafa haldið framhjá tvisvar og átt í sérstöku sambandi við náinn ráðgjafa

Járnfrúin sögð hafa haldið framhjá tvisvar og átt í sérstöku sambandi við náinn ráðgjafa