fbpx
Sunnudagur 28.desember 2025
Pressan

Ætlaði að kveikja í húsinu hans – Klikkaði á einu mikilvægu atriði

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 5. febrúar 2023 22:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 11. ágúst á síðasta ári fór Janie Ann Peckitt, 57 ára, að húsi einu í Grimsby á Englandi. Hún var með bensín og klút meðferðis. Þegar hún kom að húsinu vætti hún klútinn í bensíni, stakk honum í bréfalúguna og bar eld að.

Hún taldi sig hafa verið svikna af manni einum sem hún hafði farið á tvo stefnumót með. Í hefndarskyni ætlaði hún því að kveikja í húsinu hans.

En hún klikkaði á einu mikilvægu atriði. Hún fór nefnilega að röngu húsi.

Rétt var að umræddur maður ætlaði að fara að flytja inn í húsið á næstunni en var ekki fluttur. Eldri maður, með takmarkaða hreyfigetu, bjó í húsinu. Sem betur fer slapp hann ómeiddur frá eldinum en mikið tjón varð á húsinu.

Þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang brást Peckitt illa við og hrækti framan í lögreglumann.

Mál hennar var nýlega tekið fyrir dóm og var hún dæmd í sex ára fangelsi fyrir íkveikju. Mirorr skýrir frá þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

19 ára piltur sagður hafa skipulagt morð foreldra sinna í marga mánuði

19 ára piltur sagður hafa skipulagt morð foreldra sinna í marga mánuði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ekki batnar það hjá fyrrverandi prinsinum – Nýjar ásakanir gegn Andrési í Epstein-skjölunum

Ekki batnar það hjá fyrrverandi prinsinum – Nýjar ásakanir gegn Andrési í Epstein-skjölunum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Tónlistarkonan lofsöng Trump og sagði hann fyrirmynd fyrir unga karlmenn

Tónlistarkonan lofsöng Trump og sagði hann fyrirmynd fyrir unga karlmenn
Pressan
Fyrir 6 dögum

Aðgerðahópur dulbúinn sem jólasveinn og álfar stálu matvörum að hætti Hróa hattar

Aðgerðahópur dulbúinn sem jólasveinn og álfar stálu matvörum að hætti Hróa hattar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Svona sá spákonan Baba Vanga fyrir sér árið 2026 – Stórtíðindi í nóvember?

Svona sá spákonan Baba Vanga fyrir sér árið 2026 – Stórtíðindi í nóvember?
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hjónin unnu fyrst í lottóinu 2018 – Fengu sjokk á dögunum þegar þau unnu aftur

Hjónin unnu fyrst í lottóinu 2018 – Fengu sjokk á dögunum þegar þau unnu aftur
Pressan
Fyrir 1 viku

Þríeykið bar grímur og andlitsmálningu — Hófu skothríð í matvöruverslunum og drápu 28 manns

Þríeykið bar grímur og andlitsmálningu — Hófu skothríð í matvöruverslunum og drápu 28 manns
Pressan
Fyrir 1 viku

Sönnunargögnin sem komu upp um meintu hetjuna og afhúpuðu hann sem illmennið

Sönnunargögnin sem komu upp um meintu hetjuna og afhúpuðu hann sem illmennið