fbpx
Föstudagur 17.október 2025
Pressan

Norska lögreglan telur sig hafa leyst 24 ára morðmál

Pressan
Föstudaginn 3. febrúar 2023 05:41

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 1999 var Knut Kristiansen, 71 árs, myrtur á heimili sínu í Osló. Þrátt fyrir mikla rannsóknarvinnu lögreglunnar tókst ekki að hafa uppi á morðingjanum. En nú telur lögreglan sig hafa leyst málið og geti sagt með vissu hver myrti Kristiansen.

Það er sérstakur rannsóknarhópur, sem hefur það verkefni að rannsaka gömul óleyst mál, sem leysti málið. Þetta kom fram á fréttamannafundi lögreglunnar í gær. Fram kom að málið hafi meðal annars verið leyst með aðstoð nýrrar DNA-tækni.

Morðinginn var á fimmtugsaldri þegar hann myrti Kristiansen. Hann verður þó ekki spurður út í málið því hann lést ári eftir morðið.

Lögreglan sagði að mikilvægt sé að benda á að ekki sé verið að taka lagalega afstöðu varðandi sekt mannsins og því verði ekki skýrt frá nafni hans. Hann hafi látist fyrir mörgum árum og geti því ekki komið fyrir dóm og skýrt mál sitt.

Einnig er tekið tillit til ættingja mannsins með því að skýra ekki frá nafni hans.

Kristiansen var beittur miklu ofbeldi sem leiddi til dauða hans. Flest benti til að hann hafi sjálfur hleypt morðingjanum inn í íbúðina því engin ummerki voru um innbrot.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagði innbrotsþjóf hafa myrt móður sína – Svo kom sannleikurinn í ljós

Sagði innbrotsþjóf hafa myrt móður sína – Svo kom sannleikurinn í ljós
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gekk á milli lækna en enginn vissi hvað var að – Fékk svarið þegar hann lýsti einkennunum fyrir gervigreindinni

Gekk á milli lækna en enginn vissi hvað var að – Fékk svarið þegar hann lýsti einkennunum fyrir gervigreindinni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Diane Keaton er látin

Diane Keaton er látin
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hjálpaði Ed Gein við leitina að Ted Bundy? – Sannleikurinn á bak við Skrímslið

Hjálpaði Ed Gein við leitina að Ted Bundy? – Sannleikurinn á bak við Skrímslið