fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Pressan

Vísindamenn vita ekki hvað er í gangi – Dularfullir geislar skella á jörðinni

Pressan
Sunnudaginn 3. desember 2023 16:30

Ljós í geimnum. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ofurorkumiklir geimgeislar“ skella á jörðinni og vísindamenn hafa ekki hugmynd um hvað er í gangi eða hvaðan þeir koma. Þetta eru ákaflega sjaldgæfir geislar sem bera með sér mjög orkumiklar agnir og töldu vísindamenn í fyrstu að um mistök væri að ræða þegar þeir mældu þá fyrstu.

Vísindamenn telja að geislarnir af þessu tagi geti aðeins orðið til við gríðarlega öfluga atburði í geimnum, mun öflugri en þegar stjörnur springa.

ITV segir að geislarnir hafi fengið nafnið „Amaterasu“ í höfuðið á gyðju sólarinnar í japanskri þjóðtrú. Þetta eru að sögn miðilsins einir orkumestu geimgeislarnir sem nokkru sinni hafa mælst.

John Matthews, prófessor við University of Utah, sagði að þegar fólk hugsi um mikla orku, til dæmis súpernóvu, þá komist orkan hvergi nærri því að vera jafn mikil og í þessum geislum.

Orkan í þessum geislum/ögnum er milljón sinnum meiri en orkan sem er í ögnum sem eru í Large Hadron Collider, sem er öflugasti hraðall heims.

CNN segir að sem betur fer þá valdi þessar agnir ekki skaða hér á jörðinni því gufuhvolfið veitir vernd gegn þeim.

Geislarnir virðast berast frá Local Void, sem er autt svæði við jaðar Vetrarbrautarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Ástarsagan sem skolaði á land handan Atlantshafsins 13 árum síðar

Ástarsagan sem skolaði á land handan Atlantshafsins 13 árum síðar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rekin úr vinstri flokki – Er í sambandi með hægri öfgamanni sem skipulagði hryðjuverk

Rekin úr vinstri flokki – Er í sambandi með hægri öfgamanni sem skipulagði hryðjuverk
Pressan
Fyrir 5 dögum

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku
Pressan
Fyrir 5 dögum

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans
Pressan
Fyrir 6 dögum

Segja græðgi eigenda hafa valdið því að 25 ungar stúlkur létu lífið í sumarbúðum

Segja græðgi eigenda hafa valdið því að 25 ungar stúlkur létu lífið í sumarbúðum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Telja að ríkir Vesturlandabúar hafi tekið þátt í hrottalegum morðtúrisma sér til skemmtunar

Telja að ríkir Vesturlandabúar hafi tekið þátt í hrottalegum morðtúrisma sér til skemmtunar
Pressan
Fyrir 1 viku

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi
Pressan
Fyrir 1 viku

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“