fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
Pressan

Vísindamenn vita ekki hvað er í gangi – Dularfullir geislar skella á jörðinni

Pressan
Sunnudaginn 3. desember 2023 16:30

Ljós í geimnum. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ofurorkumiklir geimgeislar“ skella á jörðinni og vísindamenn hafa ekki hugmynd um hvað er í gangi eða hvaðan þeir koma. Þetta eru ákaflega sjaldgæfir geislar sem bera með sér mjög orkumiklar agnir og töldu vísindamenn í fyrstu að um mistök væri að ræða þegar þeir mældu þá fyrstu.

Vísindamenn telja að geislarnir af þessu tagi geti aðeins orðið til við gríðarlega öfluga atburði í geimnum, mun öflugri en þegar stjörnur springa.

ITV segir að geislarnir hafi fengið nafnið „Amaterasu“ í höfuðið á gyðju sólarinnar í japanskri þjóðtrú. Þetta eru að sögn miðilsins einir orkumestu geimgeislarnir sem nokkru sinni hafa mælst.

John Matthews, prófessor við University of Utah, sagði að þegar fólk hugsi um mikla orku, til dæmis súpernóvu, þá komist orkan hvergi nærri því að vera jafn mikil og í þessum geislum.

Orkan í þessum geislum/ögnum er milljón sinnum meiri en orkan sem er í ögnum sem eru í Large Hadron Collider, sem er öflugasti hraðall heims.

CNN segir að sem betur fer þá valdi þessar agnir ekki skaða hér á jörðinni því gufuhvolfið veitir vernd gegn þeim.

Geislarnir virðast berast frá Local Void, sem er autt svæði við jaðar Vetrarbrautarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hringdi inn í útvarpsþátt og sagðist hafa fundið lík – „Gaur, hringdu í lögregluna“

Hringdi inn í útvarpsþátt og sagðist hafa fundið lík – „Gaur, hringdu í lögregluna“
Pressan
Í gær

Vara eindregið við fjölkærum samböndum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nauðguðu 18 ára ítalskri konu og létu kærastann hennar horfa á

Nauðguðu 18 ára ítalskri konu og létu kærastann hennar horfa á
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varaforstjóri Campbell’s í vanda eftir að hljóðupptöku var lekið – „Hver kaupir þetta drasl?“

Varaforstjóri Campbell’s í vanda eftir að hljóðupptöku var lekið – „Hver kaupir þetta drasl?“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vendingar í máli litla drengsins sem hvarf sporlaust fyrir tveimur mánuðum

Vendingar í máli litla drengsins sem hvarf sporlaust fyrir tveimur mánuðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Sjúklegt athæfi móður – Giftist börnum sínum – Hvernig var það hægt?

Sakamál: Sjúklegt athæfi móður – Giftist börnum sínum – Hvernig var það hægt?