fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
Pressan

Merk uppgötvun í Tyrklandi

Pressan
Laugardaginn 2. desember 2023 13:30

Svona líta stimplarnir út. Mynd:Forschungsstelle Asia Minor

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fornleifafræðingar gerðu nýlega merka uppgötvun í Tyrklandi. Þeir voru við uppgröft í Doliche, sem er forn rómversk borg nærri Gaziantep í suðurhluta landsins. Þar fundu þeir rúmlega 2.000 leirstimpla sem embættismenn notuðu til að innsigla opinber skjöl.

Stimplarnir eru 5 til 20 mm að stærð. Þeir voru notaðir til að innsigla papírus og önnur skjöl úr húð kinda og geita. Sérhver stimpill er með mynd af guði eða trúartákni.

Michael Blömer, sem vann við uppgröftinn, sagði Live Science að stimplarnir hafi verið notaðir til að innsigla skjöl. Þegar það var gert hafi stimplinum verið dýft í leir og síðan þrýst á skjalið.

Doliche var eitt sinn mikilvæg trúarleg miðstöð og var helgur staður rómverska guðsins Jupiter Dolichenus sem var guð skýja og þruma.

Stimplarnir fundust í rústum skjalasafns borgarinnar en það var notað frá miðri annarri öld og fram á miðja þriðju öld eftir Krist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

MAGA-áhrifavaldur uggandi yfir stöðunni – „Repúblikanaflokkurinn glímir við nasistavanda“

MAGA-áhrifavaldur uggandi yfir stöðunni – „Repúblikanaflokkurinn glímir við nasistavanda“
Pressan
Í gær

Sérfræðingar segja foreldra eiga að biðja börn um „samþykki“ fyrir bleyjuskiptum

Sérfræðingar segja foreldra eiga að biðja börn um „samþykki“ fyrir bleyjuskiptum
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Eiginkona sonar míns drekkur alltof mikið, hvað er til ráða?“

„Eiginkona sonar míns drekkur alltof mikið, hvað er til ráða?“
Pressan
Fyrir 3 dögum

16 ára drengur myrti föður sinn eftir áralanga misnotkun – Móðirin sagði fjölskylduna í „hreinu helvíti“

16 ára drengur myrti föður sinn eftir áralanga misnotkun – Móðirin sagði fjölskylduna í „hreinu helvíti“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ástarsagan sem skolaði á land handan Atlantshafsins 13 árum síðar

Ástarsagan sem skolaði á land handan Atlantshafsins 13 árum síðar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Rekin úr vinstri flokki – Er í sambandi með hægri öfgamanni sem skipulagði hryðjuverk

Rekin úr vinstri flokki – Er í sambandi með hægri öfgamanni sem skipulagði hryðjuverk
Pressan
Fyrir 1 viku

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku
Pressan
Fyrir 1 viku

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans