fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Pressan

Ótrúleg tilraun hjá NASA – Sendu lasergeisla til jarðarinnar úr 16 milljón km fjarlægð

Pressan
Laugardaginn 2. desember 2023 14:30

Geimfar nærri tunglinu. Mynd:EPA/NASA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska geimferðastofnunin NASA gerði nýlega ótrúlega tilraun. Í henni var lasergeisla skotið til jarðarinnar úr 16 milljón km fjarlægð.

Geislanum var skotið frá Psyche geimfarinu en um borð í því er tæki sem skaut geislanum. Geimfarið stefnir nú í átt að dularfullum málmloftsteini.

Space.com segir að þetta sé fyrsta tilraunin sem heppnast í Deep Space Optical Communications verkefni NASA. Þetta er nýtt fjarskiptakerfi sem hægt er að senda upplýsingar um með lasergeislum í stað útvarpsbylgna. Verkefnið er hluti af tilraunum NASA við að geta gert fjarskipti í geimnum hraðari.

Talsmaður NASA sagði að þetta væri merkur áfangi. Tekist hafi að móttaka merkið hér á jörðinni og hægt hafi verið að senda gögn til geimfarsins.

Ef allt gengur upp þá reiknar NASA með að í framtíðinni muni geimfarar nota lasergeisla fjarskipta við jörðina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?
Pressan
Fyrir 2 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún hélt að dóttirin hefði dottið og meitt sig – Síðan fór húðin að rotna

Hún hélt að dóttirin hefði dottið og meitt sig – Síðan fór húðin að rotna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún borðaði hafragraut daglega í einn mánuð – Þetta voru áhrifin

Hún borðaði hafragraut daglega í einn mánuð – Þetta voru áhrifin
Pressan
Fyrir 3 dögum

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu