fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Pressan

Var búinn að vera með slæman hausverk í fimm mánuði – Læknum krossbrá þegar kom í ljós hvað olli verkjunum

Pressan
Miðvikudaginn 29. nóvember 2023 10:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víetnamskur maður á fertugsaldri var búinn að vera að drepast úr höfuðverk í fimm mánuði þegar hann leitaði sér loks læknishjálpar í borginni Dong Hoi þann 25. nóvember síðastliðinn. Óhætt er að segja að ástæðan fyrir verkjunum hafi komið manninum og læknum spítalans í opna skjöldu. Maðurinn reyndist vera í bráðri lífshættu vegna matarprjóna sem voru fastir í höfuðkúpu hans og stuðluðu að óbærilegum þrýstingi á heila hans.

New York Post greinir frá málinu en við nánari rannsóknir lækna kom í ljós að matarprjónarnir virtust hafa farið upp í gegnum nef sjúklingsins af miklum krafti og þaðan inn í heila hans. Sjúklingurinn kom að fjöllum en eina mögulega útskýring hans var sú að fimm mánuðum fyrr hafði hann hrunið í það, orðið blindfullur og lent í handalögmálum á næturlífinu. Hann mundi eiginlega ekkert eftir kvöldinu en rámaði í að hafa verið sleginn með einhverjum ótilgreindum hlut í andlitið.

Hann hafði verið skoðaður af lækni á slysavarðstofu í kjölfarið en ekkert óvenjulegt fundist.

Þetta óvenjulega mál hlaut farsælan endi því sjúklingurinn minnislausi undirgekkst skurðaðgerð þar sem matarprjónarnir voru fjarlægðir. Hann er nú að jafna sig á sjúkrahúsi og bíður þess að vera útskrifaður en ekki er talið að hann hafi orðið fyrir varanlegum skaða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segja spennu ríkja milli Trump og RFK og að forsetinn sé milli steins og sleggju

Segja spennu ríkja milli Trump og RFK og að forsetinn sé milli steins og sleggju
Pressan
Fyrir 5 dögum

Á yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi eftir að hún skráði hundinn sinn á kjörskrá

Á yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi eftir að hún skráði hundinn sinn á kjörskrá