fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Pressan

Huw snýr ekki aftur til BBC – Slaufað fyrir að hafa borgað unglingi fyrir nektarmyndir

Pressan
Laugardaginn 25. nóvember 2023 13:30

Huw Edwards

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn þekkti fréttaþulur  hjá BBC, Huw Edwards, snýr ekki til baka úr leyfi sínu sem staðið hefur yfir frá því í sumar.

Huw var sakaður um að hafa greitt 17 ára unglingi fyrir djarfar ljósmyndir. Rannsókn lögreglu leiddi ekkert saknæmt í ljós en BBC hóf sína eigin innanhússrannsókn á hegðun Huw. Metro greinir frá því að í kjölfar þeirrar rannsóknar sé niðurstaðan sú að Huw Edwards snúi ekki til baka á skjáinn.

Huw Edwards er 62 ára gamall og er einn þekktasti sjónvarpsmaður Englands. Hann á nú í viðræðum við BBC um framtíð sína hjá stofnuninni en heimildarmenn Metro segja að ferli hans þar sé lokið.

Vinir sjónvarpsmannsins segja að hann vilji að BBC lýsi því yfir að hann hafi ekki framið lögbrot. Vinir hans segja óréttlátt að hann missi starf sitt vegna „flókinna einkamála“.

Alls hafa þrjú ungmenni sakað Huw Edwards um óviðeigandi hegðun í sinn garð. Meginávirðingarnar á hendur honum eru hins vegar þær að hann hafi greitt 17 ára unglingi stórfé fyrir djarfar ljósmyndir.

Sjá einnig: BBC-hneykslið – Nafngreinir eiginmann sinn sem hinn þjóðþekkta einstakling sem talinn var hafa brotið á ungmenni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Það eru fleiri bakteríur á vettlingunum þínum en klósettsetu

Það eru fleiri bakteríur á vettlingunum þínum en klósettsetu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fór á stefnumót – Við tók áralangur hryllingur – Að lokum kom óhugnanlegur sannleikurinn í ljós

Fór á stefnumót – Við tók áralangur hryllingur – Að lokum kom óhugnanlegur sannleikurinn í ljós
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gafst upp á hrotum kærastans og skaut hann

Gafst upp á hrotum kærastans og skaut hann
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Ég var dáinn í sjö mínútur“ – „Þetta sá ég hinum megin“

„Ég var dáinn í sjö mínútur“ – „Þetta sá ég hinum megin“