fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Pressan

Fyrrum þátttakandi í MasterChef fékk 24 ára dóm fyrir svívirðileg brot

Pressan
Fimmtudaginn 16. nóvember 2023 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Paul Douglas Frost, sem komst meðal annars í úrslit raunveruleikaþáttarins MasterChef Australia, hefur verið dæmdur í 24 ára fangelsi.

Frost var sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn ellefu börnum en brotin framdi hann meðan hann starfaði sem sundkennari í Sydney. Brotin sem Frost var dæmdur fyrir voru alls 43 talsins og þau framdi hann yfir tíu ára tímabil. Fórnarlömbin voru allt niður í tíu ára gömul.

Frost var handtekinn fyrst fyrir fjórum árum en dómur féll í málinu loks í þessari viku eftir viðamikla rannsókn og langa málsmeðferð fyrir dómstólum.

Við dómsuppkvaðninguna sagði dómarinn í málinu, Sarah Huggett, að Frost hafi ekki sýnt neina iðrun.

Nýjasta brotið sem Frost var dæmdur fyrir var framið árið 2010 en Sarah sagði það litlu skipta. Það ár var sundskólanum sem hann starfaði fyrir lokað og telur dómarinn að hann hefði haldið brotum sínum áfram ef hann hefði starfað áfram með börnum.

Frost komst í úrslit í fyrstu þáttaröð MasterChef Australia árið 2009. Hannreyndi fyrir sér í veitingahúsabransanum í Ástralíu en það ævintýri fór í vaskinn og endaði með persónulegu gjaldþroti hans árið 2016.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ætla að refsa útlendingum sem gera lítið úr andláti Charlie Kirk

Ætla að refsa útlendingum sem gera lítið úr andláti Charlie Kirk